Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Page 31

Morgunn - 01.01.1978, Page 31
ALDAHVÖBF 29 því á hvaða tíma sem er eitt eða annað stig í hringrás. Hvað er himinbláminn, hvað eru hin myrku og björtu ský, hvað er morgunroði og kvöldroði? — Er þetta ekki einmitt vatn á ákveðnu skeiði hringrásar? — Er það ekki einmitt þetta sama vatn, sem stundum streymir um rennur og holræsi, en verður síðar að kristalstæru drykkjarvatni lífverum til svölunar og svirefnisauka í blóðið? — Er ekki hið sama að segja um öll þau efni önnur, sem við þekkjum úr daglegu lífi? — Eru ekki hinir ýmsu málmar: gull, silfur, kopar og járn efni á ákveðnu stigi i hringrás? Geta ekki öll þessi föstu efni orðið fljótandi og jafnvel að gufu? — Eru ekki öll efni háð hitabreytingum? — Geta ekki öll fljótandi efni orðið föst og öll föst efni fljót- andi eða loftkennd fyrir áhrif hitabreytinga? — Ekki er til það efni, sem er með öllu óumbreytanlegt. öll efni eru breyting- um háð og eru aðeins í tímabundnu ástandi sökum jafn tíma- bundins hitastigs. Breyting hitans hefur í för með sér sam- svarandi breytingar á sérhverju efni. Þessi breyting eða um- myndun efnisins er ákvarðað form, haldið uppi af sérstökum ákveðnum lögmálum, og þessi sama umbreyting er skilyrði fyrir lífsskynjun lífverunnar. Væri ekki svo, ætti heldur engin sköpun sér stað, og þar með ekki heldur neitt form lifsskynj- unar eða tíma. XX. / Hvorki er til eilíf æska né alger dauði. Lífsskynjun lífverunnar er því eingöngu skynjun hinna mismunandi stiga efnanna í hringrásinni, jafnt i eigin lík- ama sem umhverfinu. Það er þess vegna, að enginn getur haldið áfram að vera sífelll ungur eða gamall, sífellt í barn- dómi eða manndómi. Allar lífverur eru óhjákvæmilega hver Um sig eilíflega á breytilegu lífsskeiði, stig tekur við af stigi °g hvert stig getur þvi aðeins verið timabundið. Þar sem efn-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.