Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Qupperneq 33

Morgunn - 01.01.1978, Qupperneq 33
ALDAHVÖRF 31 XXI. „Efni“ or „form“ er ekki líf í sjálfu sér. Nú verður ef til vill gerð sú athugasemd, að hús t. d. eldist þó og skemmist og geti að lokum gjöreyðst, jafnvel þótt efni þau, sem það er byggt úr, haldi áfram að lifa í öðrum form- um. Þannig eyðast allir sýnilegir hlutir, ]iótt efnin sjálf geti haldið áfram að lifa í öðrum formum eða hlutum. Hlutir geti því eyðst. Þetta er að vísu rétt, en þessi eyðing tekur ekki til „lífs“. Húsið hefur aldrei verið „lifandi“ og allir aðrir sýnilegir hlutir, sem til hafa orðið, byggðir upp af náttúr- unni eða hinum lifandi verum, hafa ekki i sjálfu sér neitt algert „líf“ í sér fólgið. Þeir eru aðeins efnasambönd í einu eða öðru formi. Það er þvi í rauninni aðeins formið eða sam- setningin, sem getur eyðst. En formið sjálft hefur aldrei verið lifandi. Þótt efniviður myndi ferning eða kúlu, merkir það ekki að ferningurinn eða kúlan séu lifandi. Þessi tvö fyrir- bæri eru aðeins sýnileg á meðan efnið helzt bundið i þessum tveim sérstöku formum. En hvort sem efnið liggur í hrúgu eða það er skipulagt í sérstökum ákveðnum myndum eða formum, merkir það ekki að formið sé gætt lífi. Hvort sem uiarmarablökk hefur verið ummynduð af snillingi í konu- mynd eða liggur óhreyfð í jörðu, breytir það engu um það að marmarinn öðlist raunhæft líf, þ. e. a. s. hæfni til skynj- unar og hugsunar. Þótt komizt sé svo að orði um marmara- niynd á listsýningu, að hún sé „gædd miklu lífi“, á ekki að taka þessa umsögn bókstaflega. Því að þá ætti marmara- uiyndin að geta stigið niður af stallinum, gengið um kring og heilsað upp á aðdáendur sína. Marmarinn i myndastytt- unni er jafn líflaus þótt hann sé þar í listrænu formi, eins °g hann var óunninn i skauti jarðar, og myndastyttan sjálf, sem sköpuð var úr marmaranum, hefur aldrei verið lífi gædd i fyllsta skilningi. Styttan er aðeins hugmynd úr hugarheimi listamannsins, birt umheiminum í marmara. Má líkja marm-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.