Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 34

Morgunn - 01.01.1978, Side 34
32 MORGUNN aranum við blek, sem listamaðurinn hefur notað til þess að tjá hugmynd sína. Sama er að segja um hvaða sköpun sem er. Hún táknar alltaf eitthvað annað og meira en hún er. Engin sköpun eða framleiðsla er því „lifandi“ í sjálfu sér, heldur táknar aðeins hugsanir og vilja höfundar síns og er miðill hugmynda hans um „líf“. XXII. Sjálfið er gætt eilífu lífi. Efnið getur aldrei annað orðið en það, sem sjálft lífið op- inberast i. Þar sem það í sjálfu sér getur ekki orðið að engu, eins og áður segir, heldur aðeins tekið breytingum, og þar sem form þau sem mynduð eru úr efninu, hafa ekki heldur neitt líf, verðum við að fallast á að til er eitthvað annað í tilverunni en einungis efni og form, sem sé það „eitthvað“, sem skynjar og reynir efnið og skapar formin úr þvi. Þar sem þetta „eitthvað" getur ekki verið efnið og ekki heldur formin, þvi að skapari formanna hlýtur að hafa verið til á undan sköpun þeirra, getur þetta „eitthvað“ ekki verið búið til, heldur hlýtur það að eiga sér eilífa tilveru, og þar sem það er hið eina sem er „lifandi", hlýtur þetta „eitthvað“, sem er æðra efni og formum, að vera sjálf hverrar lifandi veru. Þetta sjálf er gætt eilífu lífi. XXIII. Lífveran birtist ekki sem eilíf, heldur tímabimdin. tJr því að sjálf lífverunnar er „eitthvað“, sem skapar form- in, sem aftur eru hið eina sem háð er upphafi og endalokum, verður þroskuðum hugsuði það ljóst, að nefnd vera er sama og eilífðin sjálf og með hæfileikum sínum til að byggja upp og brjóta niður form ríkir hún yfir rúmi og tíma. Yfirvitund lífverunnar, andi hennar eða sjálf lifir því lengur en allt hið

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.