Morgunn - 01.01.1978, Síða 36
34
MORGUNN
skemmdarstarf gegn eigin lífshamingju. Til þess að geta að-
hafst slíkt, hlýtur þekkinguna að skorta, en það er sama og
kosmiskt meðvitundarleysi. Maður sem býr yfir þekkingu
skemmir ekki sjálfan sig. Hinn almenni jarðneski maður til-
heyrir þessum verum, sem skemma eigin lífshamingju. Hann
myrðir og limlestir, skammar og rænir náunga sinn eða nán-
ustu lífverur. Það er greinilegt að hann þekkir ekki af eigin
reynslu lögmálið er svo býður: „Sá er með sverði vegur, skal
sjálfur fyrir sverði falla“. Hann þekkir ekkert til þess, að
elska skuli náungann eins og sjálfan sig. Hann veit aðeins i
mesta lagi, að það stendur skrifað i einhverri helgri bók eða
er haft eftir einhverjum sem uppi var í fyrndinni. En flestir
menn hafa enga kosmiska þekkingu á sannleikanum til að
bera. Þeir eru eins og sagt var „meðvitundarlausir“ á því
sviði. Aftur á móti búa þeir yfir mikilli þekkingu á efnislega
sviðinu, og því snjallari sem veran er þar án þess að vera
gædd kosmiskri vitund, því meir hættir henni til að limlesta
og drepa. Eigingirni hennar er takmarkalaus.
Mestur hluti jarðneskra manna er „kosmiskt dauðar“ eða
„meðvitundarlausar“ verur, sem hvorki þekkja eilífa fortíð'
sína né eilífa framtíð, en skynja aðeins hina hraðfleygu líð-
andi stund, sem aðeins er eitt jarðlíf. Af því leiðir að þeir
taka aðeins tillit til þessa stutta tíma, sem er þeirra núverandi
jarðlíf. En a'S eiga sér eilíft líf og taka aSeins tillit til hverf-
andi lítils hluta þess hlýtur dS hafa í för meS sér aS veran
fœr ekki notiS fullrar gleSi og lífsfyllingar eilífSartilverunnar.
ÞaS verSur því staSreyndaS í þessu ásigkomulagi verSur
veran ofurseld ófullkomleika, sorgum og þjáningum og árekstr-
um viS öll lögmál lífsins.
XXVI.
Hástig myrkraríkisins.
Jarðneski maðurinn hefur náð hástigi myrkranna. Ef við
litum til baka eða niður á við i þróuninni, komum við að svo-