Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 40

Morgunn - 01.01.1978, Side 40
38 MORGUNK fæðingu sinni af því að við munum hana ekki, jafn heimsku- legt er hitt, að afneita fyrri æviskeiðum eða endurholdgun af sömu ástæðum. XXX. Ástand jarðneska mannkynsins er stig í hringrás. Með framangreindri lýsingu á hringrásarlögmálinu í öllum þess tilbrigðum, jafnt í mynd eigin jarðlífs frá vöggu til graf- ar sem í formi allra annarra fyrirbæra náttúrunnar, höfum við fengið grundvöll að rökfastri þekkingu á núverandi kos- misku ástandi mannkynsins. tJr þvi að hvaðeina, allt frá brautum sólar og reikistjarna til regnskúra er falla til jarðar, er endurtekin hringrás gegnum uppgufun og þéttingu, gegn- um geislamyndun og steingervinga, gegnum ljós og myrkur, kulda og hita, sumar og vetur, dag og nótt og millistigin vor og haust, morgun og kvöld, — hlýtur núverandi örlagaá- stand eða kosmisk afstaða jarðneska mannkynsins, hin núver- andi myrka, stríðsþjáða og sjúka tilvera þess, að vera stig í hinni altæku kosmisku hringrás. Cr þvi að allar þær hringrásir, sem við fáum skynjað, hafa í sér fólgnar fjórar „árstiðir": vetur og vor, sumar og haust, sem i jarðlífshringrásinni samsvarar bernsku og æsku, mann- dómi og elli, en i sólarhringnum miðnætti og morgni, hádegi og kvöldi, þá hlýtur núverandi ástand mannkynsins að vera eitthvert þessara fjögurra stiga í hringrás. Það hlýtur því m. ö. o. að vera til stórvaxin hringrás, sem hefur i sér fólgið núverandi jarðlíf og ástand mannkynsins í mynd tímabund- innar hringrásar. XXXI. Þróunin er sönnun fyrir kosmiskri hringrás. Getum við þá skynjað slíka kosmiska hringrás? — Hefur hún þau einkenni til að bera, er geti gilt sem raunhæfar, að- gengilegar og óyggjandi sannanir fyrir tilvist slíkrar hring-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.