Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 44

Morgunn - 01.01.1978, Side 44
42 MORGUNN kosmisku stórhringrásar, eða á svæði hinna lífsfjandsamlegu afla. Einstaklingamir eru kosmiskir fáráðlingar og andlega ófrjóir. Þeir eru hin blaðlausu tré vetrarins. Þeir sjá hvorki, heyra né skynja sitt andlega lif. Þeir afneita, ofsækja og spotta trú á eigin eilífðareðli. ,,Dauðari“ getur lifandi vera ekki orð- ið. „Dauðinn“ er þekkingarskortur á eilífðareðli verunnar, eins og vetur efnisheimsins er skortur á geislandi lífi sum- arsins, laufbyt þess, blómagrundum og litaskrúði, töfrum Ijósra nótta oy ástardraumum. XXXIV. Hið núverandi rnyrka ástand mannkynsins er kosmisk ,.leysing“ framkölluð af „vori“ kosmisku liringrásarinnar. En þar sem augljósar staðreyndir lífsins eða bein ræða þess hefur sýnt okkur að hið myrka örlagaástand mannkynsins er hin fyrsta árstíð kosmiskrar stórhringrásar, vitum við einnig af þessari sömu beinu ræðu lifsins, að þetta ástand er ekki varanlegt, heldur stefnir mannkynið beint að ákveðnu tak- marki. Þetta takmark er næsta árstíð hringrásarinnar, sem sé vorið. Hvernig verka þá kraftar vorsins? — Þeir verka í fyrstu sem mildir eða ihlýir vindar, sem bræða ís og snjó og koma af stað leysingu með voldugum vatnaflaumi sem streym- ir til hafs og skilur jörðina eftir blauta og molduga sveipaða þéttri þoku, þar sem regn og haglél skiptast á, kyrrlátir sól- skinsdagar og slagviðradagar, en allt stefnir að sumri og sól. AÖ því er tekur til ástands mannkynsins er Ijóst a'3 hlýrra vorvinda er farið aÖ gœta. Eru ekki trúarleg boðorð og hug- sjónir, sem benda til mannúðar 011 bróðurkœrleika sem bjarg- raða heimsins, byrjandi vorvindar stórhringrásarinnar, og hafa þeir ekki þegar vakið volduga hugræna leysingu með flóðum og ofsaveðri? — Hefur ekki ástand mannkynsins versn- að á síðustu áratugum með styrjöldum og mannvigum? Stendur baráttan ekki eins og nú standa sakir fremur milli hugtakanna ,,einræði“ og „lýðræði“ en um hreinlega efnisleg

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.