Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Page 46

Morgunn - 01.01.1978, Page 46
44 MORGUNN I til vorsins, öSlast aukiS hugrekki og fullan meShyr stórhring- rásarinnar og skynjaS „vor“ hennar, lífgandi sœlukennd bróSurkœrleikans og æSstu hamingju og þar rneS skynjdS sjálfan sig sem herra lífsins. En svo getur hann einnig ein- blint niður i myrkrið, fryst umhverfi sitt með hugrænum vetrarkulda og haldið sér þar með föstum á dauðasvæði klaka og þagnar, það er að segja: í fullkominni fávizku um eilífðar- eðli sitt og háa sameiningu við það „eitthvað“ sem lifir ofar sumrum og vetrum, dögum og nóttum, hita og kulda, form- um lífs og dauða eilifðarinnar. Við höfum hér fræðst um frumdrög þess, að hringrásin er ekki einungis til í þvi augna- miði að birta okkur daga og nætur, vetur og sumur efnis- heimsins, eða bernsku, æsku, manndóm og elli einstaklingsins. Við höfum lesið milli línanna, að í lögmálum allra þessara ytri sýnilegu fyrirbæra dylst kosmisk fræðsla, hulin venju- legum mönnum, opinberun hins guðdómlega vilja, hljóm- andi kærleikshróp gegnum allan alheiminn, eigin endur- tekning náttúrunnar á boðorðinu eilífa: „Elskið hver annan“. Þorsteinn Halldórsson íslenzkdði.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.