Morgunn - 01.01.1978, Blaðsíða 47
ARNALDUR ÁRNASON, STYKKISHÓLMI:
SKÝRSLA UM RAUNVÍSINDALEGT
SAMBAND VIÐ FRAMLIÐNA MENN,
SEM NÚ ÞEGAR ER FYRIR HENDI
Heiðraði ritstjóri Morguns!
Við erum væntanlega sammála um, að það eitt sé bein
sonnun fyrir framhaldslífi, að framliðnir menn geri vart við
S1g með raunvísindalegum hætti, það er innan ramma eðlis-
h'æðinnar. Við skulum hugsa okkur málinu til skýringar,
oð mönnuðu geimfari væri skotið út úr sólkerfinu eitthvað
ut í himingeiminn og síðan rofnaði allt samband við geim-
farana. Það væri vissulega gleðiefni ef geimförunum tækist
að senda okkur skeyti með geislum til móttökustöðvar hér
a jörðu niðri. Skeytið væri sönnun fyrir því að geimfaramir
vœru enn á lifi.
Nakvæmlega á sama hátt myndu framliðnir menn sanna
hlvist sína, ef þeir sendu okkur boð með geisla eða örbylgju-
tækni. Á öld vísinda og tækni hlýtur spurningin um fram-
haldslífið að vera sett fram sem tilgáta á sviði raunvisinda,
það er innan þeirra marka sem eðlisfræði og eðlisfræðirann-
sóknir setja okkur.
Nú hafa margir ágætir menn lýst þeirri skoðun sinni, að
ekki sé mögulegt að sanna framhaldslífið eftir leiðum raun-
V1smda, málið sé þannig vaxið í eðli sínu. En þetta er að
sjalfsögðu aðeins sú hlið málsins er að okkur snýr. Við getum
ekki sannað að til sé mannkyn á öðrum hnöttum, en það er