Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Page 49

Morgunn - 01.01.1978, Page 49
SKYRSLA . . 47 eðlisfræðinnar. Þar af leiðir, að engin þörf er á því, að við finnum upp einhverja aðferð lil raunvísindalegs sambands við framliðna menn. Þeir hafa sjálfir leyst þá þraut, og hlut- verk okkar er því aðeins að taka á móti þeirri geislaskothríð, sem hinir framliðnu menn beina stöðugt til okkar hingað út á svið eðlisfræðinnar, hingað út í efnisheiminn. Það sem á vantar er fyrst og fremst það, að við gerum okkur grein fyrír þessu og setjum þegar í stað upp móttökustöð er tæki við þessari geislaskothríð að handan. Við skulum nú gera ráð fyrir, eins og góðum rannsóknar- mönnum sæmir, að þessi leiðsögutilgáta sé rétt, gerum sem sagt ráð fyrir að framliðnir menn beini stöðugt til okkar geislaskothríð að handan. Hvernig getum við þá einangrað fyrirbrigðið og unnið að rannsókn málsins? Við verðum að sjálfsögðu að semja greinargerð um málið og gera því næst vinnuáætlun. Greinargerðin fjallar um persónuleg rök fyrir tilgátunni. Hversvegna er tilgátan sett fram og hver eru rökin fyrir því að eitthvað sé hæfl í því að framliðnir menn beini stöðugt til okkar raunvísindalegri geislaskothríð? Því er til að svara að bæði ég og aðrir hafa persónulega reynslu af þessari geisla- skothríð. Lækningamiðlar hafa starfað hér á landi hina síðustu ára- tugi. Þeir segja, að á þeirra vegum starfi framliðnir læknar. Sjálfir eru lækningamiðlarnir aðeins tengiliður milli tveggja heima. Þegar spurt er hvar geislaskothríðin að handan eigi sér stað, þá er það hjá lækningamiðlunum. Við höfum þá stað- sett viðfangsefnið. Málinu til skýringar verð ég að segja reynslusögu mina af miðilslækningum. Sökum þrálátra veikinda leitaði ég til lækningamiðils. Þetta varð til þess, að ég komst í kynni við huldulæknana svonefndu, hina framliðnu hekna. Ég varð þeirra var um nætur og fannst mér þá að ég lægi vakandi við hlið hins veika líkama. Læknarnir fóru höndum um taug- ar í veikum skrokk mínum og stunduðu mig af kostgæfni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.