Morgunn - 01.01.1978, Qupperneq 52
50
MORGUNN
orkunni ríkari, ef svo mætti að orði komast. Tugþúsundir
manna leita árlega á fund lækningamiðla og dæmið, sem
hér er greint frá er þvi aðeins eitt dæmi af þúsundum sem
gerast á hverju ári. Þetta dæmi sýnir með hverjum hœtti fram-
liðnir menn sanna tilvist sína eftir leiðum raunvísinda.
Enginn vafi er á því, að við höfum nú þegar yfir þeirri
tækniþekkingu að ráða sem nauðsynleg er til vísindalegs sam-
bands við framliðna menn. Tæknilega séð er ekkert þvi til
fyrirstöðu að rannsökuð verði nú þegar sú geislaskothríð, sem
hér um ræðir. En hér skal tekið fram, að á frumstigi rann-
sóknar þessa fyrirbrigðis hefur það enga þýðingu að vera
með bollaleggingar um það, hvar framliðnir menn eru niður
komnir. Við þurfum að rannsaga eðli þessarar geislaskot-
hríðar.
f efnishyggju nútímans úir og grúir af alls konar hjátrú
og hleypidómum. Háttskrifaðir vísindamenn strita við að
smíða margs konar fullyrðingar um líf og efni, sem enginn
fótur er fyrir. Ein þessara alhæfinga er á þá leið, að það sé
nánast rökleysa að tala um efni án tíma. Þetta er auðvitað
ekki annað en heilaspuni þeirra manna er dregið hafa rangar
ályktanir af augljósum staðreyndum. Tímanlegt efni er að
sjálfsögðu ekki til nema í tímarúminu. En það útilokar ekki
þann möguleika að efnisheimurinn haldi áfram innan við hið
tímanlega svið með ákveðna verðandi þótt ekki sé þar neinn
tími. Þannig gæti sólkerfið verið margbrotið og stórkostlegt
undur, þótt blind efnishyggja neiti því að svo sé í hinni nýju
heimsmynd.
Við getum þó liklega verið sammála um, að hinn ósýnilegi
múr milli okkar og framliðinna manna sé sjálf grundvallar-
staðreynd efnisheimsins, þótt ágreiningur sé um hvernig
skilja beri þessa staðreynd.
Múrinn á milli okkar og framliðinna manna er tímamúrinn.
En hvar er hann þá þessi grátmúr dauðans, þessi grundvall-
arstaðreynd, sem enginn hefur séð eða þreifað á?
Tímamúrinn er alls staðar og hvergi, hann er allt i öllu
en þó samt óendanlega fjarlægur. Hann er í hverri frumeind,