Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Page 54

Morgunn - 01.01.1978, Page 54
52 MORGUNN þar er útfjólubláa sólarljósið beislað líkt og við beislum vatns- aflið. En þetta var útúrdúr um bústaði framliðinna manna. Við skulum nú halda okkur við jörðina og geislaskothríð framlið- inna lækna að handan. Geislar þessir kunna að vera fram- leiddir með sólarorkunni. Hafa þá framlinðir menn náð sól- arorkunni inn til sín í gegnum tímamúrinn. Og það sem ger- ist þegar framliðnir læknar beina geislaskothríð til okkar er þvi einfaldlega það, að þeir skjóta sólarorkunni aftur til okkar út í gegnum tímamúrinn. Og hér verður staðar numið i greinargerð fyrir leiðsögu- tilgátunni. Um vinnuáætlun get ég verið fáorður. Eðlisfræðingur verð- ur að gera tilraunir til þess að mæla geislaskothríðina, sem gerist hjá lækningamiðlunum. Eg er ekki eðlisfræðingur en leyfi mér að benda á tilraunina með kristalsskálina. Þegar hún er sett sem hindrun í braut geislanna, liggur við, að sjá megi geislana með berum augum. Flúorskifa myndi senni- lega endurkasta þessum geislum með enn lægri tíðni, svo að þeir yrðu sýnilegir öllum þeim, er sæmilega sjón hafa. Nokkur efni eru vel skotheld fyrir hvers konar geislun og þvi eru þau mikið notuð við einangrun. Ef til vill væri tilvalið að setja blýþynnur í braut geislanna. Þá gæti svo farið, að þeir myndu stöðvast í blýþynnunum og gerðu þær geisla- virkar. Er þá sennilegt að blýþynna myndi útvarpa geislun- um með enn lægri tíðni en þeir áður höfðu. Geislavirkni blýsins væri þá hægt að mæla og festa niður á röntgengeisla- filmu. Ég vil svo ljúka þessari skýrslu með því að vitna aftur í orð Newtons er hann sagði: Ég bý ekki til ósannanlegar til- gátur. Hypotesis non fingo. Ritað 5. nóvember 1976.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.