Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 55

Morgunn - 01.01.1978, Side 55
DR. GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON: YFIRSKILVITLEG REYNSLA Yfirskilvitlegir hæfileikar eða reynsla hafa fylgt mann- kyninu frá fornu fari, en það kallast að mínu viti yfirskilvit- legir hæfileikar að geta t. d. sagt fyrir óorðna atburði, að vera skyggn, geta skrifað ósjálfrátt eða geta séð svipi framliðinna eða skynjað þá. Reynsla sem þessi getur og komið fram i öðr- um myndum, þannig eru draumfarir sérstaks eðlis að ])essu leyti. Leiðir okkar Guðmundar Einarssonar, verkfræðings, for- seta Sálarrannsóknafélags Islands, hafa á undanförnum árum oft legið saman í veitingastaðnum Múlakaffi hér i horg og höfum við þá oft rætt hin ólíklegustu málefni, allt frá eilifð- armálum að lögfræði og verkfræði. Fyrir nokkru ámálgaði Guðmundur við mig, að ég léti frá mér fara eitthvað um dul- rsena hæfileika föður míns, Þórðar heitins Sveinssonar pró- fessors, sem var fyrsti geðlæknirinn á Kleppi. Mér fannst ])etta i fyrstu fráleit hugmynd, hæði vegna þess, að ég gæti sagt frá svo sára litlu um dulræna hæfileika föður mins og svo hins hversu þessi mál eru viðkvæm og ekki sizt hve umburðarlyndi fólks er oft lítið gagnvart slíku sem kallast dulrænt — og er næsta furðulegt. Því væri ekki fett að vera að ergja fólk með því að segja því frá kynnum minum af reynslu föður míns i þessu efni né minni eigin feynslu, en þó væri viðhorf manna til þessara mála óðum að breytast. Vísindin eru i vaxandi mæli að láta þau til sín taka, menn eru ekki lengur taldir undarlegir eða ekki með öllum mjalla,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.