Morgunn - 01.01.1978, Síða 56
54
MORGUNN
þótt þeir verði fyrir einhverri yfirskilvitlegri reynslu eða hafi
svokallaða dulræna hæfileika.
1 því efni má maður minnast þeirra orða, sem leikrita-
skáldið mikla, Shakespeare, leggur Hamlet í munn i viðræðu
hans við Hóras, er Hamlet segir: „Það er fleira á himni og
jörð en heimspeki þina dreymir um.“
I sambandi við þessar hugleiðingar ber að hafa í huga, að
það er heilinn, sem ætla má að sé farvegur þeirrar reynslu,
sem menn verða fyrir. 1 honum verður öll hugsun tii og allt,
sem við reynum og heyrum er skráð þar. Þó okkur gangi mis-
jafnlega vel að kalla það aftur fram úr hugarfylgsnum okkar.
Heilinn er mikilvægasta liffæri mannslikamans næst hjarta
og hallast vart á.
Ef til vill væri réttast að kalla heilann vöðva. Því hann
tekst á við andlega raun, leysir vandamál og er sístarfandi.
Þannig að þegar menn segjast ætla að sofa á vandamálinu,
eins og það er kallað, þá heldur heilinn oft áfram að glíma
við lausn þess og fjöldi manna þekkir þá reynslu að vakna
upp að morgni með nýja lausn mála, — heilinn hefur sem
sé skilað verkefninu. — Samt vitum við sáralítið um manns-
heilann og það svo, að þegar fyrsti geimfarinn Neil Arm-
strong tók sín fyrstu skref á tunglinu gaf að lesa i hinu fræga
franska blaði „Le Monde“ þessa yfirskrift fyrir fréttinni: „Við
höfum sent mnnn til tunglsins, en við vitum sama og ekkert
um mannsheilann.“
1 geðlækningum er það líka svo, að beitt er lyfjum án þess
að læknar geri sér fyllilega grein fyrir hvaða áhrif lyf þessi
kunni að hafa endanlega á heilann. Vitað er að sum þeirra
lyfja sem notuð eru, kunna að kalla fram aðra alvarlega sjúk-
dóma svo sem eins og parkinsonveiki. Æstu fólki eru gefin
róandi lyf, m. a. til þess að það verði meðfærilegra og þægara
í hjúkrun, en hvort þessi lyf gera tjón eða ekki, er ekki alltaf
á hreinu. Sama er að segja um rafmagnssjokk, sem ekki er
vitað fyrirfram hvaða afleiðingar kunni að hafa fyrir heila-
starfið.
Eitt eru vísindamenn þó í vaxandi mæli sammála um, að