Morgunn - 01.01.1978, Page 77
RADDIR LESENDA
75
3. Draumur: — Þegar Haraldur Böðvarsson var að láta grafa
niikinn brunn fyrir frystihús sitt hafði hann vél og dráttar-
vindu við verkið. Mig dreymdi eina nóttina að ég var staddur
þar og allt í einu grípur stoppnagli á öxli í aðra buxnaskálm-
ma.og rífur hana uppundir hné. Ég þorði ekki heim, en fór
til Valdísar systur Haraldar og hún gerði við buxurnar. —
Daginn eftir var ég staddur þarna við brunninn, þá er allt i
einu rifið í skálmina, mundi ég þá eftir draumnum og steig
fast í fótinn og rifnaði þá skálmin eins og i draumnum, en ég
slapp við meiðsli af naglanum vegna þess að ég mundi draum-
mn um leið og ég festi fótinn i sandinum. Það eina sem var
frábrugðið draumnum var að ég fór heim og mamma gerði
við rifuna.
4. Ég ferðaðist um England og Skotland ásamt fleirum í
bifreið minni árið 1949. Þá dreymdi mig nótt eina í Fleet-
wood á hóteli, að ég var kominn heim og var að athuga næsta
prógram i Bíóhöllinni á Akranesi. — Við stóðum tveir saman
°g vorum að skoða myndirnar í glugganum. — Þá er mér
lihð upp Háteigsveginn, en við hann hafði afi minn Ásmund-
ur búið. —- Sá ég þá að kirkjukórinn var að koma þar niður.
Ég spurði manninn sem stóð við hliðina á mér hvaðan kórinn
væri að koma. Hann sagði: „Veistu það ekki, það var verið
að kistuleggja hann afa þinn og pabba“. „Það getur ekki ver-
^ð11, sagði ég, „þeir eru báðir dánir fyrir nokkrum árum“.
5?Það er nú svona samt“, sagði hann.
Þegar ég vaknaði kl. 8 um morguninn fór ég niður á skrif-
stofu umboðsmanna okkar „Boston Deep Sea“, ákveðinn í að
hringja heim og spyrja um hvort fyrirtækin Þórður Ásmunds-
s°n h.f. og Ásmundur h.f. væru „komin á hausinn“, en ég hélt
að draumurinn væri fyrir því, þar sem þetta voru nöfn föður
mms og afa. Ég fékk strax samband við Ölaf Sigurðsson mág
mmn, og hann sagði mér að allt væri við hið sama, og skyldi
ég bara halda áfram ferðinni.
Þrem vikum síðar vorum við á heimleið með m/s Heklu,
komnir rétt norður fyrir Skotland. — Við Hersteinn Pólsson