Morgunn - 01.01.1978, Page 79
RADDIR LESENDA
77
með allan hugann við hann. -— Allt í einu er ég fyrir framan
hús systur minnar við Vitateig, kl. 12 á miðnætti og verð ég
var við undarleg áhrif (kraft). — Mér finnst eins og eitthvað
se að lenda (loftfar) vinstra megin við mig. Það dregur úr
ttier mátt og ég verð hræddur. Hugsa ég mér að komast ein-
hversstaðar inn í hús. — Það var ljóslaust og ég áleit lokað
hús hjá Ingellu systur minni, svo ég hélt áfram yfir Suður-
götuna, sem var 30—40 metra þar frá. Ég sneri mér við og
leit yfir götuna og sá þá karlmann standa við næsta hús.
Hann var í plastkápu, en ég sá ekki andlitið svo vel að ég
gæti þekkt það. — Ég var þarna einn á ferð og varð ennþá
skelkaðri. — Ég flýtti mér inn i hús Árna Árnasonar, mágs
rmns, sem er þarna stutt frá, og spurði litla stúlku sem var
heirna hvar pabbi hennar væri. — Árni var þá hjá Jóni Árna-
syni á Grund og símaði ég til hans og bað hann að koma og
tala við mig. — Þegar Árni kom var ég að lesa i Morgunblað-
mu og hann sagði: „Hvað er að þér, Júlli minn, þú ert eins
hvítur og Mogginn“. — Ég sagði honum alla söguna og bað
hann að fylgja mér heim, en ég vildi ekki fara sömu göturnar.
Hann var vantrúaður á þetta og heimtaði að ég færi Suður-
gotuna og Vitateiginn heim, sem ég og gerði.
Spurningin er, var Guðmundur þarna að efna loforð sitt?
Meira gæti ég sagt þér um drauma, sem höfðu sína ráðn-
mgu o. fl., en ég læt þetta nægja núna. — Vertu blessaður.
Júlíus ÞórSarson.
HVAÐ DREYMDI BARNIÐ?
Þann 19. október, 1976, drukknaði ungur maður frá Akra-
nesi, Jón Valur Magnússon, við brúarsmíði við Borgarfjörð.
Hans var lengi leitað en allt án árangurs. Þá gerist það á
bænum Rauðanesi í Borgarhreppi í marsmánuði 1977, að
^riggja ára gamalt barn þar á bænum tekur að láta illa í
svefni nótt eftir nótt. Sökum bernsku sinnar gat barnið ekki
gert grein fyrir því, hvað þessu ylli, en foreldrar höfðu eðli-
Hga nokkrar áhyggjur af þessu. Þar eð bærinn liggur við