Morgunn - 01.01.1978, Page 81
RADDIR LESENDA
79
ég dánartilkynningu hans i blöðum. Þetta var i fyrsta sinn
sem ég fann svona feigð.
Eg hef fengið margs konar hugboð og fundið ýmislegt á
mér, sem ekki er alltaf gott eins og þú veist bezt sjálfur. En
hefur tekist með því að biðja að taka því. En þetta hefur auk-
ist mikið eftir að ég naut ómetanlegrar hjálpar konu þinnar,
Jónu Rúnu, sem ég hef hringt og sagt þér frá. Því ég fékk svo
dásamlega hjólp frá henni sem ekki verður með orðum lýst.
Og ég mun búa að ó meðan ég lifi og vonandi áfram eftir það.
En það sem þó aðallega átti að vera erindið að ég skrifaði
er, að ég hef mikinn áhuga á að vita hvort líkbrennsla hefur
einhver óhrif á sálina eftir aðskilnaðinn. Vegna þess að mér
fellur engan veginn við þessa fornu greftrunarsiði að láta
þessar dauðu leifar taka svona mikið plóss. Mér finnst að það
þurfi að reka áróður á móti þeim. Hér er ég með börnin mín
hjá dásamlegu fólki. Hér fann ég frið og kærleika. Þann anda,
sem allar friðeiskandi manneskjur þrá. Og fólkið jákvætt fyr-
lr svona fyrirbærum. Eitt af þvi fáa sem ég sakna úr Reykja-
vík er að komast ekki á fundina hjá ykkur. Þá er bezt að
hætta þessu kroti með fyrir fram þökk að þú reynir að svara
þessu í næsta Morgni.
Matthildur Björnsdóttir.
Svar: Ég þakka Matthildur fyrir þetta góða bréf og það
gleður mig mjög að þú skulir hafa fengið svo góðan bata
vegna hjálpar konu minnar, Jónu Rúnu. Það er henni að sjálf-
sógðu einnig óblandið gleðiefni. En í sambandi við líkbrennslu
vil ég segja þetta. Sú þjóð sem frá alda öðli hefur tekið trú
sina mjög alvarlega og veitt heiminum meiri þekkingu í sál-
rænum efnum en nokkur önnur, Indverjar, hefur frá ómuna-
tið brennt líkamsleyfar látinna ástvina. Og sjálfur er ég
sannfærður um það, að ef þessi siður hefði minnstu áhrif á
hðan hins látna eftir dauðann, þá værum við fyrir löngu
búin að fá boð um það. En man þess engin dæmi. Hins vegar
er það ekki óalgengt, að lítt þroskað fólk og efnisbundið virð-