Morgunn


Morgunn - 01.01.1978, Side 86

Morgunn - 01.01.1978, Side 86
84 MORGUNN til fyrir óskhyggju þeirra og þá trú, að þeir séu kóróna sköp- unarverksins og birtist þvi í mynd hinnar œSstu veru til að stjóma heiminum? Þessi sama hvöt, til að drottna, láta skilyrðislaust hlýða sér, kemur einnig glöggt fram hjá mörgum dýrum. Mér virðist það tortryggilegt, svo dæmi sé tekið, að margar tengdamæður og tengdadætur, sem ekki geta búið undir sama þaki, á þessari jörð, fyrir ósamlyndi, breytist svo við vista- skiptin, að allt falli i ljúfa löð. Ef betur er að gáð er það enn meira undrunarefni, að „ríki himnanna“ hefur orðið að hafa bústaðaskipti, fyrir ofurmætti tækninnar á þessari tuttugustu öld. Oft hefur mig furðað á þvi, þegar birtar eru minningar- greinar um horfna vini, að ekki skuli fylgja myndir af þeim, eins og þeir voru í blóma lífs síns, séu þær til. Þær em þó hugljúfastar okkur, sem þekktum þá. Það þætti — i öllu falli — heldur bágborin heimild að birta mynd af bifukollu í stað brosandi túnfífils, eða af hárbrúðu í stað holtasóleyjar, með krónublöðin sín átta engilhvítu. Hlýtur það ekki að valda trúuðum mönnum vanlíðunar og kviða að mega búast við að finna jafnvel enn sárar til með ástvinum sínum í brotsjóum veruleikans hér á jörð, eftir að hafa sjálfir flutt í sælunnar riki? Þrátt fyrir allar mínar efasemdir hef ég ávallt; reynt að forðast að rigsa inn á helga reiti þeirra, sem ég veit að er þeim meiri styrkur og blessun að geta flúið til en ég fæ skilið. Á sama hátt hef ég aldrei dirfst að bera brigður á margt, sem gerist á miðilsfundum, enda ekki nokkrum manni sæmandi. Hitt finnst mér aftur mannlegt, að um það hljóti enn að vera skiptar skoðanir hvaSan öll sú vitneskja kemur. Og svo ég víki aftur að tortryggninni virðist mér það ekkert undarlegt þótt hún reki upp stór augu, þegar vinur okkar, sem er nýlátinn, en hefur legið rúmfastur síðustu ár ævi sinnar og alltaf virst í öðrum heimi, birtist okkur á miðilsfundi, fáum dögum eftir andlátið, og virðist þá hafa fylgst með búrekstrinum og veiði- skap, jafnvel betur en við. Nokkrum árum síðar kemur hann

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.