Morgunn - 01.01.1978, Qupperneq 87
RADDIR LESENDA
85
svo í draumi til bústýru sinnar, sem eitt sinn var, og er þá
hnípinn og hljóður. Hún skilur, án orða, að eitthvað hafi úr
lagi færst á leiðinu hans, enda stórbylur nýgenginn yfir. Þeg-
ar hún vitjar um það, næsta dag, er trékrossinn, sem þar hélt
vöi>ð, brotinn.
Það virðist margt benda til þess að mikið hugarangur fylgi
mönnunum fast eftir — yfir í löndin ókunnu, eins og líka
væri eðlilegt.
Sumir álita að á okkar jörð sé allt lif á /rnmstigi, og undir
það tek ég. Aðrir telja allt benda til þess, að flestir séu hér
endurfæddir, eins og t. d. spekingar allra alda. Þekkingu sina
°g framsýni hafi þeir numið á öðrum tilverustigum. Þeir, sem
henda gaman að flestu milli himins og jarðar, telja að þessi
skoðun sé hárrétt. Og rökin eru þessi: Það er augljóst mál.
Með því eina móti er þó von um að sálir mannanna fái sæmi-
h'gan verustað. Annars hlyti allt að verða yfirfullt.
Þegar ég nú virði fyrir mér allt þetta rugl mitt, sem orðið
er sýnilegt, undrast ég stórum yfir dirfsku minni að ákveða
að senda ySur það, því mér er vel ljóst hvað margt er þar
barnafega mælt og frágangur allur slæmur. Það síðarnefnda
er mest sjón minni að kenna. Hún er nú orðin mér bæði ströng
°g skapmikil húsmóðir, sem ég hef orðið að hlýða, þó erfitt sé.
Af þeim ástæðum sit ég um þau útvarpserindi, sem ég hef
'nestan áhuga á og einnig leikrit, þar sem þið Þorsteinn ö.
eruð þátttakendur, þvi að mínu viti eruð þið þar meistararnir,
sem ég undrast og dái mest.
Einhvers staðar stendur, að það sé of seint að iðrast eftir
að maður er dauður. Ég sé nú að ég hefði átt að byrja á því
að bjóða yður pJeSilega páskahátíð. Með beztu óskum.
Theodór Gunnlaugsson frá Rjarmalandi.
Á páskadag 1978.
Eftirfarandi ljóð varð til af þeirri auðskildu ástæðu, að
höfundur þess hefur aldrei getað áttað sig á þvi, hvað „Föð-