Morgunn - 01.01.1978, Side 88
86
MORGUNN
ur“ lífsins er oft sungið lof og dýrð, en „Mó¥iur“ þess aftur
á móti sára sjaldan.
TIL MÓÐUR LlFSINS
(Lag það sama og við „Fjalladrottning móðir mín“)
Lífsins móðir, ljós þín skær
lýsa, verma heima alla.
Mild sem vorsins blíði blær,
blóm þú kyssir nær og fjær.
Hlý sem tárin, höfug, tær,
hljóðlát niður vanga falla.
Lífsins móðir, ljós þin skær,
lýsa, verma heima alla.
Iáfsins móðir, leið oss ein,
ljóssins vegu drauma þinna.
Björt og fögur, blíð og hrein,
besta vina hjartans ein.
örmum vefur ungan svein.
Allir þína miskunn finna.
Lifsins móðir, leið oss ein,
ljóssins vegu drauma þinna.
(1975)
Til Ævars R. Kvarans, rithöfundar, með ynnilegri kveðju
og þökk.
Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi.
Þetta ágæta bréf og fagra ljóð þakka ég af alhug, og bið
Theodór Gunnlaugssyni allrar guðsblessunar í nútíð og fram-
tíð. — Æ.R.K.