Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 7

Morgunn - 01.12.1979, Side 7
HVÍTI BRÓÐIRINN 85 búa uið eitthvert myrkur, — og þó getur ekki verið um raun- veruleg Ijósbros að raiða, nema eitthvert Ijós sé inni fyrir á bak við brosið. — Hitt getur aftur á móti stundum verið hrœðilega örðugt, — áð ganga á milli manna í valnum og veita þá hjálp sem við á. — Og þó er það fyrst og fremst þáð, sem er hin rétta dýrkun á honum. — Leiðin til hans liggur ekki upp neina hefðartinda — heldur niður í dal þjáning- anna, — til mannanna í valnum. — Mikli Hvíti Bróðir! Mikli fulltrúi göðleikans á þessari jörð! — Hvenær hœtta mennirnir að gera úr þér gdðsagna- veru og setja þig á gullstól upp í einhverjum skýjaborgum? — Hvenær hætta þeir að torkenna þig og breyta þínum fagra manndóm í þokukennda yfirmennsku, sem enginn annar á þó að geta náð? Hvenœr hætta þeir áð setja þyrnikórónu hinnar fölsku dýrkunnar á höfuð þitt, í stað þess áð dýrka þig í anda og sannleika með því að leggja stund á bað, sem þú taldir mikil- vœgast, — góðleikann? Hvenær hætta þeir áð krýna líkama þinn, en krossfesta anda þinn? — Hvíti Bróðir! Pú hefur unnið hjarta mitt rrieð þínu ást- úðlega lítillœti, og í musteri sálar minnar áttu altari, sem er vígt hugsjón þinni, — göðleikanum. Og ennþá ertu á gangi méðal mannanna, sem liggja í valnum. Stundum í gervi læknis, sem leggur sig fram til að lœkna líkamleg mein, án þess að hugsa um endurgjald, en líka stundum i gervi góð- skálda og listamanna, sem auðga líf annarra manna áð and- ríki, fegurð og gleði. Því í öllum skapandi góðleika skynja ég ilminn úr sporum þínum, Hvíti Bróðir. —

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.