Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 51

Morgunn - 01.12.1979, Side 51
SKÝRSLA FORSETA S.R.F.Í. 129 Yfirleitt má segja að hagur félagsins hafi blómgast á síðast- liðnu ári og reyndar í nokkur ár. Enda hefur mörgu verið kippt í lag sem aflaga fór, en stendur nú allt til bóta. Við höfum einnig reynt að fara inn á nýjar leiðir og vísindalegri en áður hafa þekkst. 1 þvi sambandi vil ég sérstaklega nefna merki- legar tillögur og framkvæmdir í þvi sambandi félaga okkar í stjórninni, Geirs Tómassonar. En hann hefur þegar hafið að gera vísindalegar skýrslur í samhandi við lækningar þær, sem félagið stendur fyrir og gerðar eru á vegum þess. Hefur Geir ásamt Erni Guðmundssyni safnað saman miklum gögnum í sambandi við lækningar, sem gerðar hafa verið á vegum fé- lagsins og þá ekki síst þeim sem huglæknar frá öðrum löndum hafa reynt hér á okkar vegum. Hafa þeir Geir og örn þegar liafið samvinnu við dr. Erlend Haraldsson urn gerð slíkra skýrslna og hefur hann heitið okkur liðsinni sínu. Hérna er um svo viðamikið mál að ræða á vegum félagsins og merki- legt, að það er fyllilega efni sérstaks fundar, enda mun ég boða til hans þegar þeir Geir telja sig reiðubúna til þess að setja okkur inn í þau flóknu mál. Þá vil ég einnig við þetta tækifæri láta í ljós gleði mína yfir því, að fyrrverandi forseti félagsins, Guðmundur Einarsson, skuli áfram starfa með okk- ur i stjórninni, þótt hann reyndar liafi smeygt forsetakápunni á herðar mér í bili. Hefur samstarfið við hann verið með ágætum, enda býr hann yfir mikilli reynslu og er ákaflega fróður maður um sálræn efni. Guðmundur er eins og allir vita gífurlega duglegur maður og hefur jafnan mörg járn í eldinum. Hann þarf oft að fara til annarra landa vegna við- skipta sinna, en lætur sér aldrei tækifæri úr hendi sleppa til þess að kynna sér það nýjasta sem er að gerast erlendis í sál- rænum efnum. Og það er mikið. Hann kemur þvi jafnan heim með nýjar liugmyndir, ábendingar um merkilegar bækur og fleira gagnlegt. Vona ég að við fáum að hafa hann sem allra lengst i stjórninni með okkur. Þá höfum við reyndar eignast annan slíkan sendiherra þar sem er Þorgrímur Þorgrímsson, sem hefur fylgst ágætlega með ýmsu merkilegu sem er að ger- ast erlendis. Hefur hann jafnvel lofað mér einhverju um það 9

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.