Morgunn - 01.12.1979, Side 25
UM DAUÐANN
103
í þessu afmælisriti er einnig birt útvarpsleikrit mitt / ljósa-
skiptum, sem flutt var hér í hljóðvarpi i janúar 1978, en það
gerist að öllu leyti eftir dauðann.
Ég hef i þessum erindum minum minnst á tvenns konar
rannsóknir til dæmis um þetta. Það eru rannsóknir á sýnum
fólks á banabeði, sem annast hafa vísindamennirnir dr. Karlis
Osis og dr. Erlendur Haraldsson og rannsóknir drs. Ians Steven-
sons á endurholdgunarkenningunni. Þá er eftir að minnast
nokkuð á rannsóknir af frásögnum manna, sem lifað hafa
líkamsdauðann, ef svo má að orði komast. Hér á ég við það
fólk, sem læknar hafa lýst yfir að væri dáið, en engu að siður
hefur lifnað við og horfið aftur til lífsins og haldið áfram að
lifa i skemmri eða lengri tima og sagt frá þvi sem það upp-
lifði meðan það var að mati læknanna látið.
Dr. med. Elisabeth Kúbler-Ross er kunnust þeirra vísinda-
manna, sem nú leggja fyrir sig hin nýju dauðafræði með rann-
sóknum á frásögnum manna sem lifað hafa likamsdauðann.
Bókum hennar hefur enn ekki verið snúið á islensku, en tals-
vert hefur verið birt hér i blöðum um rannsóknir hennar og
hefur það vakið mikla athygli. Dr. Kubler-Ross hefur lýst því
yfir opinberlega, að rannsóknir hennar hafi sannfært hana
gjörsamlega um það, að annað líf hljóti að taka við að þessu
loknu.
Árið 1977 kom hin athyglisverða bók LÍFIÐ EFTIR IÁFIÐ
eftir Raymond A. Moody í íslenskri þýðingu Ólafs H. Einars-
sonar.
t þeirri bók skiptir höfundur rannsóknum sinum í þrjá að-
greinda flokka:
1) Reynsla fólks, sem liafði verið endurlifgað eftir að lækn-
ar þess töldu það látið, úrskurðuðu það látið eða lýstu
það læknisfræðilega látið,
2) Reynsla fólks, sem við slys eða alvarlegar lemstranir nálg-
aðist mjög andlátsmörkin, og
3) Reynsla fólks, sem meðan það var í andarslitrunum lýsti
þvi fyrir viðstöddum sem fyrir það bar. Síðan sendu þeir,