Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 60

Morgunn - 01.12.1979, Page 60
SVIPIR LÁTINNA BIRTAST Það er ekki á hverjum degi, að menn geta virt fyrir sér andlit látinna ástvina, séð þau hreyfast og jafnvel gera til- raun til að koma upp orðum. Slikt hefur þó gerst tvisvar sinnum úti á Selljarnarnesi í þessari viku. Fyrir því stóð breski transmiðillinn Queenie Nixon, en hún er hér i heim- sókn á vegum Sálarrannsóknafélags íslands. Þetta eru ekki venjulegar skyggnilýsingar, sem hún hefur sýnt hér, heldur nokkuð sem kallast ummyndunarfyrirbæri. Það felst í því, að hinir látnu mynda svip sinn á andliti mið- ilsins með hjálp efnis sem kallast útfrymi. Það voru hin ólíkustu andlit sem birtust. Á fundi þeim sem Helgarpósturinn fylgdist með, birtist m. a. Thor Jensen og á fundi síðastliðið þriðjudagskvöld kom enginn annar en sjálfur Jóhannes Kjarval. Það er ekki svo auðvelt að lýsa þessum ummyndunum með orðum, en eitt er hægt að segja, að þær eru furðulegar. Á þessari mynd sjáum við Queenie Nixon og systir Edith, sem er einn af stjórnendum hennar. Fremri líkaminn, sem sést greinilega á myndinni, var ekki sýnilegur áhorfendum. Það var einungis myndavélin sem nam hann, þar sem þetta er að hennar sögn, hinn andlegi líkami hennar.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.