Morgunn - 01.12.1979, Side 75
BÆKUR
153
ÁTTUNDA BÓK: MaSurinn skóSaSw frá alhUÖa sjónarmiSi.
NlUNDA BÓK: MaSurinn sköSaSur í Ijósi veikleika sinna og
afleiSinga þeirra.
TlUNDA BÓK: TJrn þœr hneigSir mannsins, sem eru honum
sjálfum og öSrum skaSlegar.
ELLEFTA BÓK: Um þá yfirburSi sem máSurinn getur öSlast
umfram skepnur jarSarinnar.
TÓLFTA BÓK: Birting lögmáls umbunar og endurgjalds
(Karma).
Enga bók hef ég lesið sem gefur betri mynd af manninum
en þessi bók. Hún er því þeim ætluð sem vill kynnast sjálfum
sér, hæfileikum sínum og takmörkunum og hvernig færa má
sér þessa þekkingu í nyt. Aðalgalli margra stjórnmálastefna
liggur í þvi, hve lítill gaumur er þar gefinn að einstaklingnum,
manninum sjálfum sem slíkum. Þar er gengið allt of oft út frá
þvi, að hægt sé að breyta manninum utanfrá og ofanfrá í stað
þess að reyna að breyta honum innanfrá; breyta viðhorfum
hans og hugsunum. Auðvitað hefur þetta í rauninni verið eðli-
legt hlutskipti kirkjunnar hér á Vesturlöndum, en hún hefur
gjörbrugðist þessu lilutverki sínu, sökum trúlegrar íhaldssemi
og skorts á hæfileikum til þess að fylgjast með gjörbreyttum
heimi, sem hlýtur að leiða til breytts hugsunarháttar. Enda
þótt meginliugsanir hinna miklu trúarbragðahöfunda og liugs-
uða mannkyns hafi ef til vill ekki tekið miklum breytingum,
þá verður ekki gengið framhjá þeirri sannreynd, að það verður
að túlka sannleikann í samræmi við gjörbreyttan heim.
Þótt margt af því, sem skrifað stendur í þessari bók, sé af
fornum rótum runnið, þá er efni hennar þannig fram borið,
að hún gæti vel verið skrifuð að öllu leyti fyrir nútímann. I
því liggur hið mikla gildi hennar.
Saga þessarar bókar er furðuleg. Segir svo meðal annars frá
henni i formálsorðum:
„Á árunum 1740 til 1750 ferðaðist breskur maður af aðals-