Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Blaðsíða 22

Morgunn - 01.12.1979, Blaðsíða 22
100 MORGUNN það að slíkur seinþroski eða slíkar framfarir geti átt sér stað á venjulegu sjötíu ára æviskeiði. Þetta virðist fremur benda til ólíkra andlegra þroskastiga, sem átt hafi sér langan aldur. Sama feiknarmismun má finna á sviðum gáfna og listrænna hæfileika. Annars vegar höfum við menn eins og Plato, Ein- stein, Michael Angelo eða Leonardo da Vinci, og hins vegar frumstæða villimenn Mið-Afríku og Ástralíu. Það virðist ómögulegt að trúa því, að mismunurinn á þroskuðustu mönn- um mannkynsins og þeim óþroskuðustu geti hafa myndast á einni ævi nýskapaðra vera. Það virðist fremur benda til þess að þessi mismunur stafi af margra alda framförum, aga og viðleitni í lífum áður en þetta hófst. Þetta verður sérstaklega bersýnilegt þegar fram koma við og við undrabörn. Þannig höfum við menn eins og Mozart eða Chopin sem semja sinfóníur, sýna óskiljanlega tónlistar- þroska eða leika afburða vel á hljóðfæri kornungir að árum, þar sem kennsla og kringumstæður engan veginn nægja til skýringa. Stundum fæðast einnig undrabörn með óútskýran- lega hæfileika í stærðfræði, án þess að hljóta viðunandi kennslu — smádrengir, sem á óskiljanlegan hátt geta reiknað út á svipstundu hin flóknustu dæmi. Við skulum nefna hér til gamans dæmið um Sir William Hamilton, sem byrjaði að læra hebresku þriggja ára gamalh Um hann sagði einn af kennurunum í Trinity College í Dyfl- inni, að hann hefði sjö ára gamall sýnt meiri málakunnáttu en nokkur kennaranna. Þrettán ára gamall hafði hann aflað sér talsverðrar kunnáttu í að minnsta kosti þrettán tungumál- um. Meðal þeirra, auk klassiskra og nútimamálanna, má nefna persnesku, arabisku, sannskrít, hindustani og jafnvel malaisku. Fjórtán ára gamall skrifaði hann persneska sendiherranum, sem heimsótti Dyflina um þær mundir, bréf. Skýrði sendiherr- ann frá því að hann hefði ekki látið sig dreyma um að nokkur maður á Bretlandi gæti skrifað slíkt bréf á persneska tungu. Einn ættingi drengsins sagði um hann: „Ég man eftir því þegar hann var sex ára, þá átti hann það til að leysa erfiða stærðfræðiþraut og hlaupa svo út til þess að leika sér að hjól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.