Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Blaðsíða 42

Morgunn - 01.12.1979, Blaðsíða 42
120 MORGUNN hennar hjónin Eileen og Robert Ison, tóku á móti hópnum. Var skoðuð hin fræga kapella, þar sem gat að líta hið fræga málverk Rúbens af hinni „heilögu fjölskyldu", en það er metið á tvær milljónir sterlingspunda. Háskólinn frægi og margar byggingar hans voru skoðaðar. Kvöldið var helgað Islandi — öðru sinni á þessu móti. I þetta skiptið var það Guðmundur Einarsson, verkfræðing- ur, fyrrverandi forseti Sálarrannsóknafélags Islands, sem hélt erindi, sem hann kallaði: „Framtíð alþjóðlegra sálar- rannsókna“. Hóf hann mál sitt með því að ræða út frá spurningunni: „Hvers vegna skal það vera spíritismi?“ Sömuleiðis ræddi hann um persónulega reynslu við sálrænar rannsóknir. Þá minntist hann á framtíð sálarrannsókna á alþjóðlegum vett- vangi og kom víða við. Síðast kom hann við það efni, sem virtist lyfta áhejrrend- um upp úr stólunum, svo spenntir urðu þeir, en það efni mætti orða: „Listin að lifa lífinu á réttan hátt“. Er það hlut- ur, sem allir þekkja, en svo margir gleyma hversdagslega. Var erindi Guðmundar Einarssonar mjög vel tekið. Heyrði ég það á tali manna á milli á eftir, að þeir undruðust, hve víða heima á sviðum sálarrannsókna ræðumaður væri, en sú staðreynd endurspeglaðist i gegn um erindi hans. Það er sanna, að Guðmundur er heill hafsjór af fróðleik um hin óskildustu efni á sviði sálarrannsókna. Og stálminni virðist hann hafa. Fimmti dagur seinni starfsviku hófst með kennsluerindi frú Eileen Roberts, sem hún kallaði „Sálrænt: eða huglægt næmi“ og hvemig hjálpa skal öðrum að þróa það. Frúin er Islendingum að góðu kunn, því hún kom til Islands í nóvem- ber á sl. ári og starfaði að námskeiðum á vegum Sálarrann- sóknafélags Islands, um þriggja vikna skeið. Eftir hádegisverð hélt Tom Johanson fyrirlestur, sem kalla mætti „Hugveiki — Lækning“. Var fyrirlestur hans mjög athyglisverður og ætti skilið að vera gerð sérstök skil með því að birta hann i heild. Innihald skoðana hans er, að fjöldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.