Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 79

Morgunn - 01.12.1979, Side 79
BÆKUR 157 ugur maður. Líf hans er fagurt, þótt ekki skorti hvers konar mótlæti og andbyr, sem hann jafnan tekur með ró og æðru- leysi hins sanna karlmennis. Það er einmitt látleysið sem talar sterkast til lesandans í þessari litlu bók. Þessir ævi- þættir eru að mörgu leyti dæmigert innlegg í lífsreynsluþátt og baráttusögu íslenskrar alþýðu. En að einu leyti er saga Jóns Daníelssonar skipstjóra þó mjög frábrugðin flestum slíkum æviminningum, og það er að því leyti, að bókin ber með sér alveg sérstaka sálræna hæfileika sögumanns. Og þeir hafa svo stórkostleg áhrif á líf hans og störf, að saga hans verður fyrir það frábrugðin sögu flestra starfsbræðra hans. Hann er allt frá unga aldri undir handleiðslu sérstakrar andlegrar veru, sem aldrei bregst honum þegar á reynir og bjargar honum og mönnum hans hvað eftir annað frá bráðum bana. Mér er það fullkomlega ljóst að margir menn hafa haft slika verndarvætti, sem hafa að ýmsu leyti gert þá að láns- mönnum. Meðal annars er ég sannfærður um það, að til dæmis margir skipstjórar, sem frægir hafa orðið fyrir að þvi er virðist óskiljanlega fundvísi á fiskafla, hafa einmitt verið slíkir menn. Þeir búa yfir nægilega miklum sálrænum hæfi- leikum til þess að geta tekið á móti boðum frá öðrum heimi. Hitt er annað mál að fæstir tala um það eða skrifa af jafn- mikilli hreinskilni og Jón Danielsson. J>ess vegna eru frá- sagnir hans svo sérstaklega athyglisverðar. Það er eins með þessa miklu aflamenn og annað sálrænt fólk, að það telur ekki taka því að halda sálrænum hæfileikum sínum á loft sökum þeirrar vanþekkingar á þeim efnum sem ríkir alls staðar í þjóðfélaginu. En þetta er nú óðum að breytast, sök- um aukinna vísindalegra rannsókna i þessum efnum, eins og rannsókna og kannana dr. Erlends Haraldssonar, sem þegar eru hafnar hér á landi, eins og ég bendi á í ummælum um bók hans Þessa heims og annars. Jón Daníelsson var skyggn frá bernsku og náði með dular- fullum hætti sambandi við andlega veru, sem taldi hann hafa gert sér greiða og nefnd er Hugrún í þessari bók. En það

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.