Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Blaðsíða 43

Morgunn - 01.12.1979, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR Á ALÞJOÐAFUNDI 121 sjúklinga, sem taldir eru geð- eða taugaveiklaðir, séu það í raun ekki — heldur séu þeir andsetnir þ. e. truflaðir af verum, sem ekki ennþá hafa fullkomlega áttað sig á því að þær eru látnar og vilja lifa lífinu á jörðunni áfram með þvi að ráðskast með þetta fólk og jafnvel tala í gegn um það. Fólk það, sem verður fyrir þessu er yfirleitt í hópi þeirra, sem taldar eru hafa sálræna hæfileika, eru næmir, sem kallað er. Þessar staðreyndir standa hvergi skrifaðar í kennslubókum fyrir lækna. Tom Johanson, taldi ekki rétt að telja þetta fólk í hópi sjúklinga, og að því væri hægt að hjálpa án með- ala, með því að ræða við það og tala um fyrir því og fræða það um sjálft sig og fá það til þátttöku í að leysa það úr viðjum þessara afla. Eftir kvöldverð var stund með frú Coral Polge, en hún leggur stund á það, sem kallað er: ,,Sálræn list“. Hún teikn- ar framliðnar verur, sem tengdar eru einhverjum viðstödd- um og gerir hún það af mikilli snilld. Teiknaði hún nokkr- ar myndir, sem viðstaddir könnuðust við. Þetta var nokkurs konar skyggnilýsingarfundur. Hinn sjötti dagur hófst með kennslustund frú Eileen Roberts um sama efni og daginn áður, sem flestir tóku þátt í. Fannst öllum þátttakendum bæði gagn og gaman að. Eftir hádegi var framhald þess, sem frá var horfið um morguninn. Um kvöldið kom fram huglæknirinn Alberto Aguas en hann er ættaður frá Brasilíu. Kynnti hann sjálfan sig með nokkrum æviatriðum þótt varla hafi hann náð 25 ára aldri. Það fór ekki á milli mála að þarna var á ferðinni, vægast sagt frumlegur persónuleiki og heldur óvenjulegur, brúnn á brá með kolsvart hár. En mér datt í hug einhver væntan- legur heimsfrægur kvikmyndaleikari, þegar ég leit hann augum fyrst. Þegar hann læknar er hann í djúptrans þ. e. yfirgefur lik- ama sinn meðan hann lánar hann læknum að handan. Á meðan svífur hann bara uppi við rjáfur loftsins tengdur silfurlituðum andlegum spotta, sem leiðir hann að loknum lækningum í líkamann aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.