Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Page 62

Morgunn - 01.12.1979, Page 62
EFASEMDAMAÐUR Á ALVÖRU-ANDAFUNDI: „HALDIÐ ÞIÐ AÐ FRAMLIÐNIR HLÆI EKKI OG SKEMMTI SÉR?“ (Þetta er grein efasemdarmannsins Atla Rúnars Halldórssonar í DAGBiLAÐINU eftir að hann fékk tækifæri til þess að verða áhorfandi að ummyndunar-fyrirbærum breska miðilsins Queenie Nixon í Félagsheimilinu á Seltjamarnesi). — Kjarval mætti en Maó ekki „Slappið bara af, komið ykkur vel fyrir í stólunum og leggið jarðarfararsvipinn til hliðar. Þetta er ánægjustund bæði fyrir ykkur og hina framliðnu. Þið getið hjálpað verunum að komast í samband við ykkur þegar þær berja að dyrum.“ Ævar R. Kvaran röltir um sviðið i félagsheimilinu á Sel- Ijarnamesi, manna afslappaðastur. Hann talar um nærveru dauðra í salnum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Efasemdar- maðurinn ég er mættur á alvöru andafund í Sálarrannsókna- félaginu. Salurinn er þéttsetinn. Það leynir sér ekki að margir bíða spenntir eftir því sem verða vill. Hér á að ná þráðlausu sambandi við heim hinna fram- liðnu, gera horfið fólk sýnilegt viðstöddum! Breskur miðill, frú Queenie Nixon, er gestur Sálarrannsóknafélagsins um þessar mundir. Hún er sögð búa yfir þeim makalausu hæfi- leikum að framliðnir reyna að mynda svip sinn á andliti hennar. „Við vorum með fund hérna á sunnudagskvöldið,“ segir Ævar á senubrúninni. „Thor Jensen kom fram á andlit mið- ilsins og dótturdóttir hans, sem í salnum var, þekkti hann strax.“

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.