Morgunn - 01.12.1979, Síða 36
114
MORGUNN
þar sem silkiorma er að finna, þar nærast þeir á lauf-
blöðum þess. Grænmetisgarðar miklir eru á landareigninni
en þeir sjá dvalargestum fullkomlega fyrir grænmeti yfir
sumartímann.
Um það bil eitt hundrað metra frá Stansted Hall er lítið
vatn, svo sem 300 metra langt en 40 metra breitt. Dýpt vatns-
ins er varla meira en tvö fet. En þarna veiðast nokkrar teg-
undir fiska t. d. aborri og gedda. Sportveiðifélag hefur vatn-
ið á leigu og er veiðin vel stunduð af áhugasömum veiði-
mönnum.
Það væsir ekki um þá, sem dvelja í Stansted-höllinni. Þar
hanga málverk á veggjum eftir fræga fyrritíma lista-
menn, sem fyrri eigandi skildi eftir, auk allra ln'isgagna í
barrokkstíl, sem fyrir voru. Sömuleiðis sex flygla og píano
og orgel. Sir Arthur Findlay skildi eftir sig merkt safn bóka,
mikið að vöxtum, sem gestum er heimilt að líta í. Þama rúm-
ast um eitt hundrað dvalargestir í senn.
Sir Arthur Findlay, sem eftirlét eign þessa hreyfingu
spíritista var spíritisti sjálfur og einn af allra fremstu liðs-
oddum þeiira. Hann skrifaði fjölda bóka um sálræn efni.
Fyrsta bók hans „On the Edge of the Etheric“ kom út 1931
en hefur verið endurprentað 63 sinnum og þýdd á 18 tungu-
mál, þ. á m. íslensku af Einari H. Kvaran með nafninu Á
landamœrum annars heims. Findlay var ódeigur í baráttu
sinni fyrir framgangi sálarrannsókna, sem áttu erfitt upp-
dráttar í upphafi þessarar aldar. Hann rakti ætt sína til for-
feðra Stuartanna, sem veittu Skotlandi marga konunga, hvem
eftir annan, allt frá árinu 1158.
Ekki er óalgengt að dvalargestir fari í gönguferðir um-
hverfis landareignina og jafnvel niður til bæjarins Stansted,
en þangað liggur beinn stígur og sú gönguferð tekur ekki
meira en svo sem 20 mínútur.
Rétt er að geta þess að bærinn Stansted liggur í öðru mesta
landbúnaðarhéraði Englands, sem er Mountfitchet i Essex.
Þar eru ræktaðar sykurrófur, bygg og hveiti.