Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Blaðsíða 10

Morgunn - 01.12.1979, Blaðsíða 10
88 MORGUNN Þetta fólk sér í sýnum látna ættingja og vini. Það sér trúar- legar persónur. Það sér ójarðneskt umhverfi sem einkennist af birtu, fegurð og mjög sterkum litum. Og þessari reynslu fylgir algjör breyting á líðan viðkomandi. Þessum sýnum fylgja ró, friður, upphafning og trúarlegar tilfinningar. Sjúklingarnir hljóta fagran dauða þvert á móti hinni venjulegu deyfð, drunga og ömurleika sem almennt er búist við þegar fólk deyr. Það er athyglisvert um þá, sem ekki sjá neinar sýnir, að þeir verða engu síður varir við þessa stórkostlegu breytingu á líðan sinni, sem meðal annars lýsir sér í því að sársauki og þjáning hverfur. Yfirskilvitleg reynsla deyjandi fólks er vitanlega ekkert ný- mæli. Hér er um forna reynslu deyjandi fólks að ræða. En sökum hinna almáttugu vísinda og ótta við að slíkt yrði talið annað hvort til geðveiki eða ofsjóna hefur fólk vafalaust leynt þessu og reynt að láta ekki á því bera. En nú verður ekki lengur um þetta þagað, hvort sem það brýtur í bág við aldagamlar kenningar vísinda eða ekki. Læknar hafa orðið svo mikils vis- ari í þessum efnum, að þeir geta ekki lengur orða bundist. Enda er það ekki nema sjálfsagt, ef menn vilja þá ekki leyna sann- leikanum vísvitandi. Árið 1977 kom út í New York hók, sem vakti mikla athygli og ber nafnið AT THE HOUR OF DEATH (Á dauðastund). Höfundar þessarar bókar eru tveir, og er mér sérstakt ánægju- efni að geta tekið það fram, að annar þeirra er íslendingur. Bókin er eftir þá dr. Karlis Osis, sem er meðal kunnustu sálar- rannsóknamanna Bandarikjanna og rannsakaði meðal annars hæfileika Hafsteins Bjömssonar, og dr. Erlend Haraldsson, sem þegar hefur skrifað mjög athyglisverða bók um könnun á dulrænni reynslu Islendinga, trúarviðhorfum og þjóðtrú, sem her nafnið ÞESSA HEIMS OG ANNARS. Það er þegar orðið nokkuð siðan dr. Karlis Osis fór að fá vaxandi áhuga á því sem fólk sér og segir á banaheði. Árið 1966 kom út bók eftir hann í Bandaríkjunum um rannsóknir hans á þessum efnum, og vakti hún mikla athygli. En fyrsta þess háttar könnun drs. Osis var þó gerð 1959—60 samkvæmt ósk Parapsychology Foundation. En árið 1972 féklc hann styrk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.