Morgunn


Morgunn - 01.12.1979, Side 56

Morgunn - 01.12.1979, Side 56
134 MORGUNN komið fram áhugaverðir trans lista-sköpuðir eins og Augustin Lesage, sem var franskur kolanámuverkamaður og hálærðir rnyndlistamerm eins og Austin Spare og Ingo Swamm. — Á Englandi er kona, sem heitir Coral Polge, en hún teiknar myndir af verum sem hún telur sig sjá umhverfis þá, sem sitja miðilsfund hjá henni. Guðmundur Einarsson, fyrrverandi forseti félagsins, sýndi einnig á þessum fundi nokkrar myndir, sem hún hefur gert, en þær eru tengdar honum persónulega. Geta má þess, að til hefur staðið að frú Coral Polge komi til íslands á vegum Sálar- rannsóknafélags Islands. Enski miðillinn Ivor Dames gerir einnig myndir af fram- liðnum verum, sem koma fram á fundum hjá honum. Síðan sýndi ég þrjár myndir, sem hann gerði þegar ég sat einkafund hjá honum, en myndirnar eru af skyldmennum mínum. Ég ætla að leitast við að lýsa stað, stund og athöfnum þegar Luiz Gasparetto gerði þessar mjmdir: Við erum stödd á aðalfundi Alþjóða Spiritistasambandsins, sem fyrr segir. Ég vil skjóta því hér inn, að á þeim fundi var Guðmundur Einarsson verkfræðingur kosinn í aðalstjórn, en það þykir mikill heiður. Fundurinn fór fram á síðastliðnu ári, dagana 26. ágúst til 2. sept. í Grove House, sem var gamalt sveitasetur auðugs manns, en þar er landrými mikið, vaxið stórum grasflötum, undur fallegum hlómagörðum og skógi vaxið. Þar er nú rekinn kennaraskóli, sem ber heitið Frobel College, sem rekinn er á vetrum, en á sumrum eru húsakynnin leigð út fyrir ráðstefnur alls konar. Við biðum full eftirvæntingar, um það bil 80 manns í aðal- fundarsal skólans, þvi okkur hefur verið sagt að Brasiliumað- urinn Luiz Gasparetto eigi eftir að vekja undrun okkar. Dregið hefur verið fyrir alla glugga, svo að varla kemst Ijósskíma í gegn. Hljómlist eftir Bach er leikin með baksviðshljóm, en fundarmenn höfðu svo hljótt um sig að heyra hefði mátt saum- nál detta.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.