Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Síða 12

Morgunn - 01.12.1980, Síða 12
106 MORGUNN fessors, sem sagði: „Með honum dó andi, sem aldrei hefur átt sinn líka í heiminum." Annar merkur fræðimaður, sem lagt hefur sérstaka stund á heimspeki Ekn-Atons, frú Júlía Ellsworth Ford, gerir i hinni merku ritgerð sinni Ekn-Aíon, faraó og spámdður, ná- kvæma grein fyrir stöðu hins mikla faraós í þróun siðmenn- ingarinnar, þegar hún kemst svo að orði: „Þannig kemur Ekn-Aton fram sem einn athyglisverðasti maður, er nokkurn tima hefur fæðzt í þennan heim. Hann var spámaður, boðberi sannleika og einlægni, sjáandi, heim- spekingur, siðbótarmaður, merkilegt skáld, byggingarmeist- ari og hljómlistarunnandi. Hann var hugrakkur og óttalaus, útrýmir og andstæðingur kreddna, hefðar og hjátrúar — það vekur furðu hvernig hann gat kastað þessu fyrir róða, eins og dauðum laufum í vind. Þótt hann væri konungur, trúði hann á lýðræði og tók sér að vinum fólk af bændaættum. f samanlagðri sögu og skáldskap finnst enginn maður, sem unni konu af heitara hjarta en Ekn-Aton unni Nefertíti. öllu deildi hann jafnt með henni: völdum sínum, trú og heiðri -—- „hin mikla eiginkona min, Nefertíti“ eins og hann komst að orði um hana. Fyrir þrjú þúsund árum var í fyrsta sinn í sögunni ríki stjórnað eftir meginreglum kærleikans. Það voru ekki meginreglur hans, heldur skortur óvina hans á þessum meginreglum, sem ollu falli hans.“ Til þess að geta áttað sig á mikilvægi kenninga Ekn-Atons og gert sér grein fyrir mikilleik þessa undarlega manns, verður maður að gera sér ljóst, hvernig ástatt var í heimin- um í trúarefnum á þeim tímum, sem hann var uppi. Hinn forni heimur hafði ekki náð sér eftir eyðingu hinnar atlant- ísku menningar. Hinar miklu þjóðfélagsstofnanir forsögu- tímabilsins réðu ekki lengur stefnunni. Mannkynið var að aðlaga sig nýjum sjónarmiðum og lífsháttum. Að vísu voru skólar launhelganna enn við lýði, en hinir innvígðu voru fáir og liinar leyndu kenningar var aðeins hægt að birta fólkinu í mynd dæmisagna, tákna og einfaldra siðgæðiskenn- inga. Flestar þjóðir höfðu sína eigin guði, og trúarleg sjónar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.