Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Side 20

Morgunn - 01.12.1980, Side 20
114 MORGUNN við þessa sársaukafullu minningu hurfu köstin eins og dögg fyrir sólu. Hvort heldur sem fólk býr við streitu eða er haldið geð- flækjum kemur því vel að læra slökun. Líkamleg og sálræn spenna fara oftast saman, þegar slakað er á öðru slakar á hinu samhliða. Eftir að við höfum lært að slaka á er ekki síður mikilvægt að tileinka sér lífsstefnu, sem hindrar að við fyllum líf okk- ar vandamálum. Okkur hættir til þess, en flest eru vanda- mál okkar heimatilbúin. Það er ekki nóg að snúa sér að ein- stökum vandamálum, heldur er nauðsynlegt að læra að bjarga sjálfum sér, lifa sjálfstæðu og frjóu lífi. Hér er komið að því sem ég tel mikilvægt varðandi lækningar, en það er að hjálpa sjúkum til sjálfsbjargar. Við gerum það ekki með því að þykjast vera eitthvað sérstök og auka þannig bilið, heldur með því að vera ætíð reiðubúin að veita öðrum hlut- deild í því, sem okkur er gefið og gæti einnig orðið þeim að liði. Og hvað svo um lífsstefnuna? Sú lífsstefna sem hefur hjálp- að mér fram úr mínum vandamálum er í því fólgin, að ég legg mig fram um að sætta mig til fullnustu við allt sem á mína daga hefur drifið allt til þessarar stundar. Mér hefur auk þess verið stoð í því að trúa á endurholgun, en vitan- lega ræður sérhver hverju hann trúir í því efni. Það vill svo til að ég trúi því, að við lifum heila röð af æviskeiðum og hvert æviskeið skili okkur einhvern spöl í áttina til þroska. Sagt er að fyrst framan af sé endurholdgunin sjálfvirk, en þegar nokkrum vitundarþroska er náð gefst okkur kostur á að endurskoða lif okkar milli jarðvista. Þá gerum við okkur einhverja grein fyrir hvar helst sé umbóta þörf og í samræmi við það drögumst við að þeim lifskjörum og foreldrum sem líklegust eru til að efla vöxt okkar og þroska fyrir þá lífs- reynslu sem við hljótum. Þvi er það ekki annað en óraunhæf tímasóun að vorkenna sjálfum sér. Einhver talaði við mig um forlög. Ég trúi á tilvist forlaga þvi að ég álít að lögmál orsaka og afleiðinga gildi um lif

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.