Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Side 25

Morgunn - 01.12.1980, Side 25
BENEDIKT GUÐMUNDSSON, AKUREYRI: „HERRA, EN HVAÐ VERÐUR UM ÞENNAN?“ „Ef ég vil að hann lifi þangað til ég kem, hvað tekur ]>að til þin? Fylg þú mér.“ (Sjá: Jóh. 21, 21.—22. v.). „Páskasólin, hinn upprisni Drottinn Jesús Kristur, boðar nýja tíma, nýtt land, handan við gröf og dauða.“ Þetta stend- ur i páskaræðu fyrrv. biskups Sigurgeirs Sigurðssonar (Nýj- ar hugv.). Og samt spyrjum við enn í dag eins og Símon Pétur postuli og lærisveinn Jesú: „Herra! en hvað verður um þennan?“ Dauðinn dó, en lífið lifir. Allt líf frelsarans Jesú Krists sannar það, að líf eftir þetta jarðneska líf er til og að framhaldslifið er sía, þar til að eilifa lífinu er náð. - Hvernig getum við öðlast eilíft líf? Svarið er örugglega þetta: Gjörðu Guðs vilja, því Jesús segir: „Því að hver sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir.“ (Mark. 3, 35. v.). „Þvo mig hreinan liknarlind, lauga mig af hverri synd.“ I stórum dráttum, þá er þetta vegurinn til þess að öðlast eilíft líf í riki Guðs, sem sagt: Við erum komin í gegn- um siuna, allir þeir, sem ná þessu marki, hafa nú engan vilja eða löngun til þess að hverfa aftur til baka og lifa enn á ný í holdsins lystisemdum, nei, þeir hafa verið stöðugir i anda, horft á lífsins fjöll og sigrað: „Þótt jarðnesk gæfa glatist; öll, ég glaður horfi á Lífsins fjöll." (E. H. Kv.).

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.