Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Side 67

Morgunn - 01.12.1980, Side 67
ÞÓR JAKOBSSON: VlSINDAÞING UM DULRÆN EFNI Síðastliðið sumar bar til tíðinda meðal áhugamanna um dulræn efni. Alþjóðlegt þing sérfræðinga í rannsóknum dul- rænna fyrirbæra var haldið í Háskóla fslands 13.—16. ágúst. Var hér um að ræða ársfund alþ]óðlegra samtaka dulsálfræð- inga (Parapsychological Association) og var ráðstefna þeirra að þessu sinni haldin á íslandi fyrir tilstilli dr. Erlends Har- aldssonar, dósents i sálfræði, og í boði félagsvísindadeildar há- skólans. Um það bil 60 stuttir fyrirlestrar voru fluttir um niður- stöður tilrauna og rannsókna í dulsálarfræði. Ennfremur voru erindi og umræður um ýmis vandamál og kenningar, sem um þessar mundir eru ofarlega á baugi í fræðigreininni. Viðtöl við ýmsa þátttakendur birtust í Morgunblaðinu og nokkrar greinar um dulræn efni í öðrum blöðum. f þessu hefti Morguns og þvi næsta verður ýmislegt rifjað upp af þessum greinum og kemur hér á eftir úrdráttur úr þremur greinum, sem ég skrifaði fyrir vísindadálk Helgarpóstsins meðan á fundinum stóð. Þess skal getið, að erindi ráðstefnunnar munu að venju verða gefin út (á ensku) og vísa ég þeim þangað, sem ná- kvæmar fregnir vilja hafa af viðfangsefnum dulsálfræðinga. Trúgirni og þröngsýni Fullyrða má að sumt fólk geri sig sekt um helzt til mikla trúgirni, en á hinn bóginn getur þröngsýni og ofstæki hlaup- ið með aðra í gönur og valdið því, að þeir þverskallast við að 11

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.