Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Síða 74

Morgunn - 01.12.1980, Síða 74
168 MORGUNN svipi og vofur. Tvær meginkenningarnar voru fyrst mótaðar fyrir 100 árum — af tveimur stofnenda sálarrannsóknafélags- ins breska, E. Gurney og F. W. H. Myers. Hvað hefur í rauninni átt sér stað þegar einhver telur sig hafa staðið frammi fyrir „ljóslifandi" vofu? Er ímyndun ein að verki, kannski blandin upplýsingum fengnum með skyggni þess sem skynjar, eða með fjarhrifum — eða er hér kominn andi framliðins manns? Gurney taldi svipi eiga uppruna sinn í kollinum á þeim sem sá sýnina, en Myers lagði hins vegar meira upp úr aðild svipsins ef svo mætti að orði kveða — og áleit að raunveru- legur andi eða svipur væri á kreiki í sumum tilvikanna. Fram til skamms tíma hafa flestir dulsálarfræðingar að- hyllst imyndunarkenningu Gurney’s og skal hér ekki farið nánar út i röksemdafærsluna. En Ian Stevenson ræddi það ýtarlega í erindi síriu, hvernig útskýring af þessu tagi bregst að mörgu leyti — hún nær skammt til skilnings á ýmsum einkennum vofunnar: Einkennin eru í fyrsta lagi vísbending um ákveðnari til- gang eða fyrirætlan svipsins í samanburði við manninn sem skynjar svipinn, — vofan virðist ætla sér eitthvað og verður á vegi mannsins — viljandi eða óviljandi. I öðru lagi eru dæmi þess, að svipur hafi birtst fleiri en einum og jafnvel mörgum i einu, t. d. í stofu, — og er stundum nokkuð lang- sótt að kenna hópsefjun um hina sameiginlegu reynslu við- staddra. Önnur einkenni voru tilgreind af Stevenson, einkenni sem ímyndunarkenningin um svipi gæti ekki útskýrt á fullnægj- andi hátt. Hann taldi líklegt að frekari rannsókn myndi renna stoðum undir kenninguna um framhaldslíf: kenninguna um að sjálfsvitundin lifi af líkamsdauðann. Rannsókn Erlends Haraldssonar á reynslu íslendinga leiddi í ljós, að nær þriðjungur þeirra telur sig hafa skynjað nær- veru látins manns. Viðtöl voru höfð við sumt af þessu fólki og síðan voru frásagnimar flokkaðar niður. Vmsir höfðu séð svip — oftast þá i dagsljósi eða góðri birtu að kvöldlagi. Sá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.