Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 9

Morgunn - 01.06.1989, Side 9
MORGUNN .MORGUNN" líkamlega þroska, sem þeim er áskapaður í þessu lífi. Miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar hefir það kostað, hvað örðugt mönnunum hefir veitt að láta sér skiljast þetta. Eng- inn veit, hvað eftir kann að vera af þeirri sáru reynslu mannanna. En víst er um það, að aldrei hefir þessi hugsjón verið jafnbjört og nú. Nokkuð líkt er um þá hugsjón, sem í mínum augum er mikilvægust og Morgni er einkum ætlað að halda á lofti — sambandið við annan, æðri heim. Sú hugsjón er mikilvægust allra hugsjóna í mínum augum fyrir þá sök, að þegar hún verður orðin veruleg eign almennings þjóðanna, þá hlýtur hún að ýta öllum öðrum fögrum og nytsömum hugsjónum mannkynsins lengra áfram en nokkur fær nú gert sér í hugarlund. Þegar mönnunum verður það ljóst af reynslu- þekking, að þetta líf er framar öllu undirbúningur undir annað líf, þá eru fengin skilyrðin fyrir verulega traustum framförum. Pá verður hvötin rík til þess að sýna öðrum mönnum góðgirni og leggja stund á réttlæti. Fyrir þessari hugsjón hefir mannkynið órað, að því er virðist síðan er vér höfum nokkrar sögur af því, og allir trúarbragðahöfundar hafa boðað hana. En venjulegast hefir glampinn af henni verið meira en daufur í margskonar villumyrkri. Nú er dag- urinn runninn. Þrátt fyrir allt og allt eru þetta óumræðilega merkilegir og góðir tímar. Fleiri mannssálir en nokkru sinni áður sjá nú glöggt margar af dýrmætustu hugsjónum mannsandans. Og ekki síst þá hugsjónina, sem ég tel mikilvægasta. Óhætt er að fullyrða, að þeir eru nú margfalt fleiri en fyrir örfáum árum, sem hafa komið auga á hana og lært að treysta henni og unna henni, af því að þeir hafa fengið að vita, að hún er sannreynd — enda má segja, að hlið annars heims hafi opnast með dásamlegum hætti fyrir mönnunum á tveim síðustu manns- öldrunum. Bönd hinna og annara villukenninga eru að hrökkva sundur. Mennirnir eru milljónum saman að verða frjálsir í anda — ekkert síður hér á landi en í öðrum löndum. Hugsjónir eru að rætast. Fyrir því hygg ég, að tíminn sé kominn til þess að bjóða mönnum þetta tímarit. 7

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.