Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 11

Morgunn - 01.06.1989, Page 11
Jón Björnsson: MORGUNN Hann lyftir sér í Ijóma yfir Jörð. Hann lífgar dautt, hann brynnir þyrstum sálum úr Ijóssins hreinu, gullnu, glæstu skálum. Hann glitrar rósum kaldan, beran svörð. Hann kveikir glóð af þúsund björtum bálum. Hann byrjar fyrstur lífsins þakkargjörð. Og Jörðin rís úr rekkju í Ijósi hans og réttir brjóst sín móti sólskinsstraumi. — Hver stirður fótur stígur gleðidans. Hver stuna verður Ijóð í fagnaðs-glaumi. Og visin stráin verða blómsturkrans. Hver vængur hefst til flugs úr hreiðurdraumi. Er dagur Ijómar, lifnar mold og grjót. — Án Ijóss er veröld kaldur, dauður geimur. Alt þráir dag og leitar Ijósi mót, — eitt lítið strá er sólskinselskur heimur. — Við morgunljósið lýkst upp veröld hlý. Vér lítum yfir fagra, bjarta heima. Vér horfum glaðir Ijóssins eilífð í, og eygjum þaðan hingað til vor streyma úr uppsprettu, sem altaf verður ný, þœr elfur, sem að lífið í sér geyma. — — En þessi ,,Morgun“ vill hið sama vinna: að verma hjörtun, flytja Ijós í sál, að kveikja viltum vegfarendum bál, á veigum lífsins þyrstri kynslóð brynna. — Á guð og eilífð altaf vill hann minna og yfir Jörðu syngja lífsins mál.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.