Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 14

Morgunn - 01.06.1989, Side 14
DULRÆNANAR FRÁSAGNIR MORGUNN dáin fyrir fáum árum. Kona sú var mikið framtakssöm í lífinu, og Iíkleg til þess að langa til að gera okkur viðvart um nálægð sína. Svo tók ég þetta fyrirbrigði. Árið 1917 dó ungur maður, sem átti nána aðstandendur á heimili mínu, Hlöðum, og var okkur hjónum nákunnugur. Við höfðum góðan þokka á honum. Hann vissi um áhuga minn á dulrænum málum, og gaf þeim sjálfur ofurlítinn gaum, og var allvel greindur maður og fyrirtaks vandaður í hátterni sínu. Þegar hann dó, bað ég ósýnilega vini mína að taka nú á móti honum og leiðbeina honum vel. Já, það vildu þeir fúslega gera! Petta var í maí. í ágúst sama ár heyri ég uppi á lofti í húsi okkar, úr tifa, og fer að athuga, hvað í ósköpunum þetta sé. Þarna á loftinu er geymsla, og engin klukka, auðvitað. Hljóðið kemur úr bréfpoka, sem sódi var í, nýkominn úr kaupstað. Þegar ég er að athuga þetta, fellur annað úr inn í; hljóðið virtist koma úr blikkbauk, sem sódi var líka í. Svo fór það þriðja og f jórða að tifa, hvert í kapp við annað, og urðu æ liðugri og liðugri í ganginum, eftir því sem þau gengu lengur. Ég hleyp ofan og kalla fyrst á Steindór — svo heitir miðillinn — bið hann að koma, en segi honum ekkert. ,,Hvaða úr eru þetta“, spyr hann, og hlustar. „Nú veit ekki ég“, svaraði ég og sótti bóndann minn, og svo hvern af öðrum, og sagði engum neitt, en allir heyrðu það sama, sex alls. Og nú voru þessi ílát dregin út á gólf og gagnskoðuð, hvort engin blekking væri gerð, en úrin tifuðu eftir sem áður, þangað til einn mannanna, sem fremur var mótfallinn því að láta gabba sig né blekkja, stingur hendi ofan í sódann; þá slokknar lífið í þessu, en við heyrum samstundis að stór, þunglamaleg klukka er farin að ganga niðri á þili í smíðahúsi bónda míns, þar sem engin klukka var sýnileg. Við aðgætum þetta, þrjú, og heyrum öll það sama og bendum á blettinn, þar sem hún heyrist hanga. En jafnframt gengur nú mesti urmull af vasa- úrum um allt loftið uppi. Og með það fara allir út til verka sinna, sem ég. Frá því um miðjan ágúst þangað til seint í september gengu úrin í horninu sínu á loftinu, daglega, en ég 12

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.