Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 18

Morgunn - 01.06.1989, Page 18
Hannes S. Blöndal: HVAR ER SU TRÚ? Hvar er sú trú, er veitti frið til forna, fœr um að líkna, köldum sálum orna, Veitandi þrek gegn öllu illu sporna, ofin í bœnarmálin kvöld og morgna? Hvar er sú trú á Guð og góða siði, grátþreyttri sál er forðum varð að liði, trúin, sem hug og hjarta fyllti friði, færandi bót og líkn á hverju sviði? Hallgrími var hún hjálp í böli þungu, honum er lagði spekingsorð á tungu fögur og hrein, er öldum saman sungu, síkær og ný, þeir gömlu jafnt sem ungu. Trú sú er horfin. — Annar ríkir andi, ömurleg þoka hvílir yfir landi; skilur þó fár, hver voðafeikn og vandi vesœlli þjóð af komu hennar standi. 16

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.