Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 21

Morgunn - 01.06.1989, Side 21
MORGUNN DRAUMAR II. Nœrri henni höggvið Nóttina fyrir 1. nóvember 1900, þegar ég var Sauðnesi, dreymir mig, að ég sé komin á einhvern stað, sem ég ekki kannast fyrst við; ég hugsa mig um og lít allt í kring um mig, og þekki þá, að þetta er Hjalteyri við Eyjafjörð; ég hafði komið þar í eitt skipti, og kannaðist nú við tjörnina, sem er á eyrinni. Tjörnin er nú lögð; þar sé ég mann á hlaupum meðfram henni, eins og eitthvað mikið sé um að vera, og heyri allt í einu kallað hátt: ,,Guð almáttugur! hann er að sökkva“; ég sé bát, sem dreginn er fram á ísinn. Ég spyr einhvern mann, hvað sé verið að gera; hann segir, að það sé verið að reyna að bjarga manni, sem dottið hafi niður um ísinn í tjörnina. Pá sé ég þar nærri mér manninn minn og Snæbjörn Arnljótsson (sem þá var faktor í Þórshöfn á Langanesi); ég heyri, að Snæbjörn segir við hann: ,J>ú segir systur (hann nefndi mig svo)þetta, því að það er nærri henni höggvið“. Meira dreymdi mig ekki. Þann 8. nóvember kom skip frá Eyjafirði til Þórshafnar. Þá skrifar Snæbjörn manninum mínum og segir honum þess- ar fréttir frá Hjalteyri, sem hann hefur eftir skipstjóranum: Seint um daginn 1. nóv. hafði Jón sonur Óla bróður míns farið að renna sér á skautum á tjörninni, sem var nýlega lögð, og ísinn því veikur; ísinn brotnar og hann fellur í tjörnina. Menn þyrpast þar að og reyna að bjarga honum, en allt verður árangurslaust. Maður einn var nærri drukknaður við þær björgunartilraunir, en það heppnaðist að hjálpa honum með því að draga bátfrá sjónum upp á tjörnina til að brjóta ísinn með honum og ná þannig manninum (sjá drauminn). Kristján sonur okkar hjónanna, sem var staddur á Hjalt- eyri umgetinn 1. nóv. og var við að slæða upp lík Jóns heitins, ásamt öðrum, staðfesti þesa frásögn af slysinu, er hann litlu síðar kom norður til okkar, nema hvað hann gat sagt ítar- legar frá einstökum atriðum. 19

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.