Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 23

Morgunn - 01.06.1989, Side 23
MORGUNN DRAUMAR Langanesið. Þegar það er komið inn fyrir utan Sauðanes, flaggar það í hálfa stöng, og sýndist mér flaggið vera svart, eða því sem næst. Ég þykist spyrja einhvern, sem nærri stóð, hverju þetta muni sæta um svarta flaggið á skipinu. Segir hann þá: „Það er af því það flytur líkið“. Lík frú Hólmfríðar var flutt á skipi í október ári seinna frá Kaupmannahöfn til Þórshafnar á Langanesi; en þegar skipið kom gegnt Sauðanesi, flaggaði það í hálfa stöng. V. Gröfin. Séra Jón Halldórsson, áður á Skeggjastöðum, fékk Sauðanes 1905, en sat þó sjálfur kyrr, og fékk manninn minn til að þjóna Sauðanesi fyrir sig til vors 1906. Séra Jón var þríkvæntur; höfðu fyrri konur hans báðar dáið á Skeggja- stöðum og verið þar jarðsettar; síðasta kona hans var enn á lífi. Eitt sinn sumarið 1905 hafði hann gert boð um, að hann ætlaði að messa sjálfur á Sauðanesi tiltekinn sunnudag. Pessi boð misfórust og komu aldrei til eyrna neinum í sókninni. Það var því öllum á óvart, að séra Jón kemur að Sauðanesi laugardagskvöld eitt í því skyni að messa þar daginn eftir. Þá var brugðið við og sent á nokkura bæi með messuboð; gengu þau svo um kvöldið og nóttina, svo að messa komst á daginn eftir. En nóttina/y/vV laugardaginn — þá er séra Jón kom — dreymdi mig þetta: Mér þykir margt messufólk vera komið að Sauðanesi; séra Jón á Skeggjastöðum ætlar að messa og heilsa söfnuðinum. Ég geng út, á leið til kirkju. Þá sé ég fjöldann af fólkinu standa í þéttum hóp úti á sléttunni milli húss og kirkju. Ég spyr konu sem þar stóð, hverju þetta sæti, hvers vegna fólkið gangi ekki beint í kirkju. Hún svarar og segir: „Það er verið að taka gröfina“. Ég geng með henni að mannþyrpingunni og spyr, hvers gröf sé verið að taka; „Það er gröf konanna hansséra Jóns“,svaraði konan. „Nú! — segi ég — og þær eru 21

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.