Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 26

Morgunn - 01.06.1989, Side 26
DRAUMAR MORGUNN VIII. Á leið til Bœgisár. Nóttina fyrir þ. 10. nóv. 1915, dreymdi mig, að ég gengi hér út á tröppurnar. Sé ég þá tvo aðkomumenn á hlaðinu, annan svarthærðan og dökkan yfirlitum, hinn ljósan og bjarihærðan. Ég kannast við að hafa séð dökka, skuggalega manninn; man þó ekki hvenær. Hann stekkur upp tröppurn- ar til mín, en í sama bili er bjarleiti maðurinn þar kominn, þrífur til hans og segir höstuglega: „Þú hefir ekkert hér að gera. Komdu strax. Þú veist við þurfum að fara að Bægisá í kvöld.“ — Þá vaknaði ég. Um kvöldiðþ. 10. nóv. kom hér maður frá Akureyri; sagði hann, að þá um daginn hefði Valdemar læknir Steffensen verið sóttur til Valgerðar dóttur sr. Theódórs á Bægisá, sem lægi við dauðann. Um veikindi hennar hafði enginn maður heyrt getið. Hún dó um kvöldið þ. 10. nóv. af heilabólgu, eftir stutta legu. IX. Sálmasöngurinn á Skagaströnd. Nóttina fyrir 21. des. 1912 dreymdi mig, að ég væri komin á Skagaströnd til Kristjönu systur minnar og Velschows manns hennar, áður verslunarstjóra þar; ég átti þar heima hjá þeim eitt ár, eftir að ég var fermd. Ég þóttist eiga þar heima enn; geng inn í „salinn“, sem nefndur var, að finna systur mína; hún er þar ekki, en ég heyri þá þangað mikinn söng innan úr skrifstofunni; þekkti glöggt rödd Velschows, sem söng ágætlega, og ég heyrði margoft syngja, bæði þar heima og fyrri í Grafaósi; og fleiri syngja þarna inni. Ég opna hurðina að skrifstofunni, og sé þar þá allt uppljómað og skínandi bjart. Þar situr Velschow og hjá honum tveir menn ungir; fleira var þar ungt fólk, og söng flest eða allt, og söng yndislega. Tveir sálmar voru þar sungnir, annar: „Tænk naar engang“, o.s.frv., og þann sálm þekkti ég vel; hinn sálmurinn byrjaði svona: „Den er slet ikke af Gud forladt, hvem han 24

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.