Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 31

Morgunn - 01.06.1989, Page 31
MORGUNN FYRSTI MIÐILL RAYMONDS aða ensku. Hún óskaði, að þessi kona vildi tala greinilegar. Miðillinn ávarpaði hana og fór að lýsa einhverjum, sem hún ætti að þekkja. ,,Ó, já, ég skil það“, sagði Gladys. Hún hélt, að þetta væri einhvers konar leikur! Þá fór miðillinn að lýsa fyrir henni einhverjum fjölda af fólki, gömlum skeggjuðum mönnum og konum í krínólínum. Hún játaði öllu, þó að hún kannaðist ekki við neinn, sem verið var að lýsa. Því að hún heyrði alla aðra játa, og botnaði ekkert í því, hvað þessi kona þarna á pallinum væri að gera. Hún fór á annan fund og þar var annar kvenmiðill. Hún lýsti einhverjum fyrir manni á áheyrendabekkjunum. Sá maðursagði: „Nei, égkannast ekki viðþetta“. Gladysfannst fyrst þetta vera ruddalegt og óvingjarnlegt svar hjá mannin- um; en þar á eftir fór henni loks að skiljast það, að þessi lýsing ætti að vera af framliðnum manni. Nú kom miðillinn með nákvæmari lýsingu, og kvaðst fundarmaðurinn kannast við það, er hún sæi. Frú Leonard segir, að þetta hafi sér fundist í meira lagi furðulegt, og nú fór hún að skilja, hvert erindi menn ættu þangað. Engum var lýst, sem hún þekkti. Henni þótti fyrir því, en samt fann hún einhvern veginn, að þetta væri ekki vitleysa. Hún sagði móður sinni frá þessum fundum, og móðir hennar varð fyrst orðlaus og lýsti því næst andstyggð sinni á þessu. Hún sagði, að Gladys mætti aldrei koma nærri slíkur framar. Og nú varð nokkurt hlé á kynnum hennar af málinu. Þá fékk hún barnaveiki og var flutt á spítala. Þar kynntist hún hjúkrunarkonu, sem bauð henni heim til sín, þegar hún var farin að hressast. Það kvöld gerðu þær tilraun með borð, og frú Leonard segir, að það hafi verið dásamlegt. Borðið stafaði eitthvað frá framliðnum manni, sem hún hafði þekkt, er var svo greinilegt og svo óvænt, að hún vissi samstundis, að það var rétt. Meira þurfti hún ekki fyrir því að hafa að fá vissuna. Þetta sama kvöld gerði hún tilraun með hugsanalestur. Hún var látin fara út úr herberginu og bundið fyrir augun á henni, og hún átti að komast að því hvað þeir, sem í her- 29

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.