Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Page 33

Morgunn - 01.06.1989, Page 33
MORGUNN FYRSTI MIÐILL RAYMONDS þess fýsandi, og systurnar komu heim til hennar til borðtil- rauna. Tuttugu og sex tilraunir gerðu þær, án þess að nokkuð gerðist. Pá var önnur systirin orðin þreytt á þessu, sem ekki var heldur nein furða, og sagði: „Við fáum aldrei neitt“. Jafnskjótt sem hún hafði sleppt orðinu, fór borðið að hreyfast. Þær fengu skeyti frá ýmsum vinum sínum, þar á meðal frá mæðrum sínum. Og þar á eftir kom nafn, sem þær skildu ekkert í, langt nafn með upphafsstafnum F, og 10 stafir í því. Pær gátu ekki kveðið að því, svo að þær sögðu við gestinn: „Hver sem þú ert, þá ættum við að geta valið úr þessu fáeina stafi og nefnt þig því nafni“. Borðið stafaði „já“, og þær völdu úr stafi F-E-D-A. Þann veg er til orðið nafn á verunni, sem stjórnar frú Leonard í sambandsástandi, og nú er heimsfræg orðin. Feda sagðist hafa verið Hindúa-stúlka og gifst 13 ára gömul manni, sem hafði heitið Hamilton; og hún sagðist líka hafa verið langömmumóðir frú Leonard. Frúin kannaðist þá við hana, því að móðir hennar hafði sagt henni frá þessari langömmu sinni. Feda sagði henni, að hún ætlaði sér að koma henni í sambandsástand og tala gegnum hana. Frúin sagði henni, að það vildi hún ekki. Hún vildi verða skyggn, fá sýnir í venjulegu ástandi. Feda svaraði, að í sambandsástand yrði hún að fara, því að heila hennar væri svo kynlega háttað, að ef hún gerði það ekki, mundi hún sjálf rugla allt, sem reynt yrði að koma gegnum hana. Og frúin yrði að gera sérstakar tilraunir til þess að lofa henni að koma þessu fram. Hún fór þá að gera þetta fyrir Fedu. En 18 mánuðir liðu frá því er þær tilraunir byrjuðu, þangað til Feda náði stjórninni. Pað tókst ekki fyrr en frúin var hætt að reyna að hjálpa neitt til og var orðin þreytt á þessu þófi. Feda sagði henni síðar, að örðug- leikinn hefði einmitt verið í því fólginn, hvað frúin hefði fest hugann mikið við það að hleypa henni að. Nú kynnu einhverjir að ætla, að helstu örðugleikunum hafi verið lokið, þegar Feda hafði náð stjórninni og var farin að tala af vörum frúarinnar. En það var nú eitthvað annað. Fyrst gat Feda ekki talað nema mjög lágt, og hún virtist ekki skilja, hvaða erindi hún ætti þangað, en stagaðist á því, að 31

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.