Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 35

Morgunn - 01.06.1989, Side 35
MORGUNN FYRSTI MIÐILL RAYMONDS mánuði fóru að koma til hennar menn, sem vildu fá greini- legar sannanir frá framliðnum mönnum. Pá bað Feda hana að hætta við þessa „hringa“. Hún sagði, að skilyrðin væru ekki ævinlega góð þar, sumir kæmu þangað í þeim erindum einum að fá einhvern einskisverðan hégóma. Einu sinni sagði hún henni, að daginn áður hefði piltur, sem fallið hefði í ófriðinum, komið að hringnum og haft mjög mikinn hug á að tala við móður sína, sem var þar viðstödd, en hann hefði ekki getað það, af því að tveir fundarmenn hefðu spillt svo skilyrðunum með léttúð sinni. Svo að hún hætti við „hringana“. í stað þess fór hún að taka á móti mönnum heima hjá sér, einum eða tveimur í einu, mönnum, sem voru að leita ákveðins árangurs. Og þetta fór eins og áður er vikið að — frúin hefir ekki getað veitt áheyrn nærri því öllum, sem þess hafa leitað. Um þessa tilbreytni kemst frúin svo að orði í viðtali við enskan blaðamann, í byrjun ársins 1917: „Það var síðasta daginn í október 1915, að ég hætti við almenningsfundina, af því að Feda vildi láta mig verja öllum mínum tíma til þess að hjálpa einstökum mönnum. Á einstaklingafundum sagðist hún geta hagað sér miklu betur eftir þeim skilyrðum, sem fyrir hendi væru. Síðan ófriðurinn hefði byrjað, þyrfti allt aðra tegund funda en á venjulegum tímum, af því að svo margir hefðu farið yfir um með sorglegum atvikum, og sér- stök skilyrði væru nauðsynleg til þess að þeir gætu komið skeytum greiðlega og með þeim hætti, að verulega sterkar sannanir fengjust. Mér var líka sagt, að skilyrðin fyrir sálar- rannsóknum væru ekki eins góð á ófriðartímum, af því að sveiflur, sem ófriðurinn ylli, væru svo ofsafengnar. Þeir menn, sem komið hafa til mín á einstaklingafundi, hafa nærri því allir misst nána ættingja í ófriðinum. Því hefur verið haldið að mér að hjálpa þessum mönnum fremur en nokkrum öðrum, og sannleikurinn er sá, að ég hef beðið marga, sem áður komu til mín á ákveðnum tímum til þess að ná sambandi við framliðna vini sína, að víkja fyrir þeim, sem hafa þurft á bráðri huggun að halda. Mig langar til að taka það fram, að margir menn hafa komið til mín, sem virtust 33

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.