Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Side 38

Morgunn - 01.06.1989, Side 38
FYRSTI MIÐILL RAYMONDS MORGUNN sig og sá þegar, að hún var ekki í rúminu, jafnvel ekki í svefnherberginu, heldur í einhverju herbergi, sem hún hafði aldrei séð áður. Merkilegast þótti henni það, að hún sá að hjónin, sem væntanleg voru til hennar um daginn, voru þarna inni, og þau voru að tala við mann, sem hún hafði ekki áður séð. Hún heyrði frúna nefna hana, en annars gat hún ekki náð í samtalið að öðru leyti en því, að hjónin myndu vera að bjóða þessum ókunna manni á fundinn hjá henni. Nú fór hún að hugsa um það, að þetta hlyti að vera draumur, því að þesssi hjón mundu aldrei hleypa neinum að þeim einka- málum, sem á fundum þeirra gerðust og voru þeim svo heilög. Hún athugaði óþekkta manninn vandlega í því skyni að muna hvernig hann hefði verið ásýndum, þegar hún yrði komin í venjulegt ástand. Pá datt henni í hug að flýta sér heim og segja manninum sínum frá þessu tafarlaust, því að það væri góð sönnun, ef maðurinn kæmi nú með hjónunum. Nú bjóst hún við að komast tafarlaust inn í jarðneska líkamann, en í stað þess veit hún af sér í miðjum stiga, sem hún hélt fyrst, að væri stiginn heima hjá henni. Áður en hún gat áttað sig á þessu, heyrði hún söng og hljóðfæraslátt, sem hún hélt að kæmi úr svefnherberginu sínu. Pá varð henni ljóst, að þaðan gat þetta ekki komið, og að hún var ekki heldur í stiganum heima hjá sér. Hún leit upp og sá framlið- inn son hjónanna, sem hún átti von á um daginn, standa á stigabrúninni. Hún vissi, að þetta var þeirra sonur, því að á einum fundinum með þeim hafði hún séð hann og lýst honum fyrir þeim. Þegar hún leit á hann, virtist hann líka þekkja hana, og hann brosti: „Sæll, Philip“, sagði hún, „hver er að spila og syngja þarna í svefnherberginu mínu?“ Enn var hún þess ekki fullviss, að þetta væri ekki í hennar hergbergi. „Petta er ekki svefnherbergið þitt, frú Leonard“, sagði hann. „Jæja, hver er að spila og syngja?“ sagði hún. „Það er Geirþrúður“, sagði hann. „Geirþrúður?“ sagði hún — „hver er Geir- þrúður“,? Hún vissi að hann átti enga systur. Hann svaraði þá þessu: „Þegar hún var á jarðarsviðinu, var hún vön að 36

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.