Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 41

Morgunn - 01.06.1989, Blaðsíða 41
MORGUNN FYRSTI MIÐILL RAYMONDS komin, og með þeirn væri maðurinn, sem hún hefði lýst fyrir sér. Frúin fór inn til gestanna og sá, að þetta var sami mað- urinn, sem hún hafði séð í leiðslunni. Henni varð svo mikið um það, að hún gat lítið við gestina talað, og ekki sagt þeim á undan fundinum, hvað fyrir sig hefði borið. Aðkomufrúin sagði, að þetta væri bróðir sinn, að hún hefði sagt honum frá frú Leonard þá um daginn og boðið honum þá að koma með þeim; þess vegna hefði hún ekki getað gert henni viðvart um það, að hans væri von. Á eftir fundinum sagði hún hjónunum, hvað fyrir sig hefði borið. Pegar hún kom að Geirþrúði, sagði aðkomufrúin, að þetta væri mjög dásamlegt, því að Philip hefði átt frænd- konu, sem hefði heitið Geirþrúður og væri dáin, og hún hefði verið vön að koma til þeirra einu sinni í hverri viku til þess að spila og syngja fyrir þau. Frú Leonard lýsti henni og að- komufrúin sagði, að lýsingin væri ágæt. Geirþrúður hafði dáið fyrir eitthvað 6 árum en Philip fyrir einu ári. Næst lýsti hún herberginu, sem hún hafði séð þau í, Philip og Geirþrúði, móðir Philips sagði, að það væri nákvæmlega eins og samkvæmissalur þeirra hjónanna. Á honum er stór gluggi, sem snýr út að grasflöt. Oft höfðu þau drukkið te á þessari flöt, þegar Geirþrúður hafði komið til þeirra, og þá höfðu verið þar stólar og borð. Frú Leonard furðaði sig á þessu. Hún þóttist þess fullviss, að hún hefði séð þau Philip og Geirþrúði; hvernig stóð þá á því, að hún sá þau í þessu herbergi, sem virtist vera á jörð- inni? Philip skýrði þetta fyrir henni síðar, sagði henni, að heimili sitt í andaheiminum væri nákvæmlega eins og það heimili, er hann hefði farið frá á jörðinni og sér hefði þótt svo vænt um, en auðvitað væri það búið til úr því efni, sem væri á astralsviðinu. Og Geirþrúður kæmi enn til sín og léki fyrir sig á hljóðfæri og syngi, eins og áður, en ekki aðeins gamla söngva, heldur líka nýja. Einni til tveim vikum síðar fór frú Leonard aftur út úr líkamanum. Hún sá þá Philip standa við rúmið sitt, eins og hann væri kominn til þess að sækja hana. Hún missti meðvit- undina fáein augnablik, og þegar hún vissi aftur af sér, stóð 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.