Morgunn


Morgunn - 01.06.1989, Síða 49

Morgunn - 01.06.1989, Síða 49
MORGUNN ÝMISLEGT UTAN ÚR HEIMI Samt voru þar ýmis ummæli vingjarnleg í spíritismanns garð — innan um ofstækis tal og ógeðslega endileysu frá öðrum. Merkasta atriðið kom fram í umræðulokin. Pá lýsti æðsti maður biskupakirkjunnar, erkibiskupinn í Kantaraborg, því yfir, að hann ætlaði að sjá um að málið yrði vandlega rann- sakað, að í rannsóknarnefndinni skyldu verða ágætismenn, karlar og konur, sem hugsað hefðu um málið, menn sem hefðu þekkingu á því og reynslu af því, og að niðurstaða nefndarinnar mundi verða lögð fyrir biskupafund, sem haldinn yrði í Lundúnum á næsta ári. Sá fundur mundi þá taka málið til íhugunar. Misjafnlega hafa þessar gjörðir þingsins mælst fyrir, eins og við var að búast. Auðvitað dylst engum það, að þessi ályktun erkibiskupsins stafar af því, að spíritisminn á Eng- landi er orðinn umsvifameiri og hefir náð meiri tökum á hugum manna en svo, að það sé heillavænlegt fyrir kirkjuna að láta annaðhvort við það sitja að þegja um hann, eins og hann væri enginn til, eða svívirða hann í algeru skilningsleysi ofstækisins. Og í augum margra manna er þessi ályktun erkibiskups að sjálfsögðu vottur um vitsmuni hans og hygg- indi. Eitt tímaritið, sem vér höfum séð og minnist ítarlega á málið, segir, að aðrar kirkjudeildir ættu að gefa nákvæmar gætur að þessu atferli erkibiskups, og býst við, að það muni yfirleitt verða til góðs. Aftur eru aðrir, bæði sumir spíritistar og sumir and- stæðingar þeirra, sem láta sér fátt um finnast þessa nefndar- skipun, gera ekki ráð fyrir, að hún muni hafa neinn árangur. Nú er eftir að vita hvorir verða sannspárri. Eins er hugnæmt að athuga það, hve misjafnlega umræð- urnar á kirkjuþinginu hafa verkað á spíritistana. Sumir leggja aðaláhersluna á þau góðvildarorð, sem þar voru sögð í garð spíritismans. Aðrir láta sér einkum ofbjóða, hvað van- þekkingin var megn og hranaskapurinn hjá sumum ræðu- mönnum. Einn þeirra manna er eðlisfræðingurinn Sir William 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.